Þessir þingmenn eiga að skammast sín og segja af sér

Björn Valur Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon, Þór Saari og fleiri þingmenn hafa sýnt mikinn hroka í dag, eftir áfellisdóm Landsdóms yfir pólitískri haturs- og hefndaraðgerð 33 þingmanna á hendur Geir H. Haarde með því að ákæra hann fyrir falskar sakargiftir.  Þann hroka hafa þeir sýnt með svörum sínum við niðurstöðu Landsdóms og með því að viðurkenna ekki skömm sína vegna aðildar sinnar að málinu.

Eftirtaldir 33 þingmenn urðu sjálfum sér og Alþingi til ævarandi skammar með því að samþykkja þessa einstæðu pólitísku sakargiftir, sem vitnað mun verða til svo lengi sem land byggist sem mestu niðurlægingar löggjafarþings Íslands:

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

Ef þessir þingmenn hafa nokkurn snefil af manndómi, þá munu þeir allir segja af sér þingmennsku strax á morgun. Það er eina leiðin til að endurvekja virðingu Alþingis eftir þennan ömurlega og skammarlega gjörning.


mbl.is Full ástæða fyrir málarekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja margir þingmenn af sér í kjölfar Landsdóms?

Ákæurnar á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa frá upphafi verið þeim þingmönnum til skammar, sem svo lágt lögðust að reyna að nota dómstólinn til að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi an hreinum hefndar- og haturshug í garð andstæðins síns í stjórnmálum.

Nú, þegar dómur hefur fallið, sannast endanlega að hér var um algerlega tilefnislausar ofsóknir að ræða, enda sýknað í öllum efnisatriðum, en sakfellt án refsingar fyrir formsatriði varðandi fyrirkomulag ríkisstjórnarfunda.  Í raun á sú sakfelling við um allar ríkisstjórnir frá því Ísland fékk fullveldi og því alls ekki áfellisdómur yfir ríkisstjórn Geirs H. Haarde, eða honum sjálfum, heldur því fyrirkomulagi sem tíðkast hefur frá upphafi í þeim efnum.

Sigurður Líndal, einn virtasti lögspekingur landsins, er á þessari skoðun en hann segir m.a. í viðtali við mbl.is:  „Dómurinn hefur sakfellt en refsar ekki, þetta fer þannig nokkuð nærri því sem ég bjóst við. Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta sé að sumu leyti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni almennt, ég held að þetta sé það sem hefur viðgengist, kemur fram í rannsóknarskýrslunni og þingmannaskýrslunni og öllu því sem hefur verið farið í saumana á."

Sakfellingin er því fyrir smávægilegt aukaatriði í ákærunum, en  sýknað var í öllum ákæruliðum, sem ekki hafði verið vísað frá dómi áður og sýnir það svart á hvítu hversu fáránlega var staðið að þessum pólitíska hráskinnaleik og þar með er dómurinn í raun gríðarlegur áfellisdómur yfir öllum þeim þingmönnum sem misnotuðu vald sitt og dómstólinn í hefndar- og ofsóknaræði sínu.

Hvað skyldu  margir þeirra axla ábyrgð sína á þessu máli með afsögn þingmennsku? 


mbl.is Áfellisdómur yfir stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband