Allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar

Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur hún þóst vilja laða gagnaver til landsins, ásamt öðrum orkufrekum en "vistvænum" fyrirtækjum.  Hins vegar hefur lítið orðið úr slíku, enda lagaumhverfi hérlendis afar óvinveitt hvers kyns atvinnurekstri og þar að auki virðist Landsvirkjun stefna hraðbyri að því að verðleggja sig út af orkumarkaði, þannig að stórfyrirtækjum bjóðast orðið mun betri og öruggari viðskiptakjör erlendis.

Fyrirhugað var að reisa eitt slíkt gagnaver á Blönduósi, en nú hefur verið fallið frá þeim áformun vegna þess að vinsamlegra andrúmsloft ríkir í öðrum löndum gagnvart atvinnulífinu en ríkir hér á landi um þessar mundir.

Í viðhangandi frétt kemur í raun fram í einni setningu allt sem segja þarf um atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar:  "Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. talsmaður Greenstone á Íslandi, staðfesti þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Margt hefði komið þar til, einna helst óviljug ríkisstjórn við að vinna með félaginu að þessum áformum."

Í sjálfu sér er engu við þessa lýsingu á ríkisstjórninni að bæta. 

 


mbl.is Greenstone hættir við gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband