Hatur Jóhönnu á velgjörđarmanni sínum

Ţegar Jóhanna Sigurđardóttir sat sem ráđherra í ríkisstjórn Davíđs Oddssonar var ţađ í almannavitund ađ hún átti ekki skap viđ marga samráđherra sína og ađ einn fárra sem virkilega var henni velviljađur og átti viđ hana gott samstarf var einmitt Davíđ Oddsson, sem oftar en ekki reyndist henni vinur í raun.

Af einhverjum ástćđum, sem óskiljanlegar eru nema á einhverjum djúpstćđum sálfrćđilegum forsendum, launar Jóhanna Davíđ vináttuna og samstarfiđ međ óstjórnlegu hatri, sem strax kom í ljós ţegar hún myndađi sína ríkisstjórn í ársbyrjun 2009, en ţá var ţađ hennar fyrsta verk ađ hrekja Davíđ úr embćtti seđlabankastjóra og hefur ekki látiđ nokkurt tćkifćri ónotađ síđan til ađ snúa ţeim rýtingi í baki Davíđs.

Í vitnisburđi sínum fyrir Landsdómi sagđi Jóhanna ađ Geir H. Haarde hefđi gert allt sem í hans valdi og ríkisstjórnarinnar var til ađ afstýra bankahruninu, en Davíđ hefđi hins vegar leynt stjórnina upplýsingum um stöđu mála, ţrátt fyrir ađ marg oft hafi komiđ fram ađ einmitt Davíđ hafđi margoft lýst áhyggjum sínum af stöđu mála fyrir ráđherrunum og ţeir voru mjög vel međvitađir um stöđuna, án ţess ađ vera í nokkrum fćrum til ađ breyta atburđarásinni eđa bćta úr afglöđum banka- og útrásargengjanna.

Hér sannast, sem oft áđur, ađ sjaldan launar kálfur ofeldiđ.


mbl.is Davíđ átti ađ vara okkur viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ eina góđa viđ Landsdómsmáliđ

Allt sem fram hefur komiđ í fréttum af réttarhöldunum fyrir Landsdómi stađfestir ađ stjórnvöld gátu ekki međ nokkru móti komiđ í veg fyrir ađ banka- og útrásarrugliđ spryngi í loft upp á sínum tíma, en voru hins vegar vel undir ţađ búin og unnu í raun kraftaverk og björguđu ţví sem bjargađ varđ međ neyđarlögunum í október 2008.

Ţó dómsmáliđ sem slíkt sé byggt á pólitískum ofsóknum og hatri gegn einum manni, ţá er ţó ţađ eina góđa sem af ţví hlýst, ađ almenningi verđur loksins ljóst ađ Geir H. Haarde er ekki sekur um vanrćkslu í starfi forsćtisráđherra og hvađ ţá nokkurn einasta glćp. Ţvert á móti skýrist međ hverjum degi réttarhaldanna ađ hann hefur ţvert á móti stađiđ sig međ afbrigđum vel í embćttinu viđ nánast óviđráđanlegar ađstćđur.

Eini glćpurinn í sambandi viđ allt ţetta mál er í raun ađdragandi og tilurđ ákćrunnar sjálfrar. Ađ ţađ skýrist betur og betur međ hverjum deginum, er ţađ eina góđa viđ Landsdómsmáliđ.


mbl.is Gerđu sér grein fyrir hćttunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 9. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband