12.3.2012 | 13:03
Afskipti stjórnvalda hefđu valdiđ "panikástandi"
Vitnaleiđslur fyrir Landsdómi hinum pólitísku ofsóknarréttarhöldum gegn Geir H. Haarde hafa leitt ótvírćtt í ljós ađ stjórnvöld voru ekki í nokkrum fćrum til ađ beita sér fyrir minnkun bankakerfisins á árunum fyrir hrun, eđa eins og segir í fréttinni af framburđi Lárusar Welding, fyrrv. forstjóra Glitnis: "Hann sagđist ekki geta haldiđ ţví fram ađ stjórnvöld hefđu átt ađ ţrýsta á bankana um ađ draga saman seglin. Ţađ hefđi ekki hjálpađ, ţvert á móti hefđi ţađ skapađ panikástand".
Bankarnir voru allir einkabankar og var stjórnađ af ofurlaunuđum eigendum sínum og forráđamönnum, sem áttu ekki ađ gera neitt annađ en ađ stjórna ţeim og fylgjast međ ţróun fjármálamarkađa, en ţeim var ekki stjórnađ af ríkisstjórninni í heild eđa af forsćtisráđherranum. Bankaforkólfarnir segja allir ađ hruniđ hafi stafađ af alţjóđlegri lausafjárkreppu, en hins vegar hefđi veriđ hćgt ađ draga saman seglin í rekstri og efnahag bankanna á árinu 2008, ef vilji hefđi veriđ til ţess.
Slík yfirlýsing er líklega sett fram til ađ koma höggi á Geir H. Haarde, en hittir auđvitađ engnan fyrir ađra en forkólfa bankanna, sem voru í ofurlaunuđum störfum međ, ađ eigin sögn, gífurlegri ábyrgđ og ţar međ var ţađ ţeirra eigin skylda ađ bregđast viđ ađsteđjandi vanda međ öllum mögulegum ráđum, en ţađ gerđu ţeir hins vegar ekki og ţví fór sem fór.
Ef fram fer sem horfir verđur ţađ Geir H. Haarde sem kemur best allra frá Landsdómsmálinu og ţeir sem efndu til ţessarar pólitísku uppákomu munu sitja uppi međ skömmina.
![]() |
Ţrýstingur hefđi valdiđ usla |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2012 | 08:46
Óhóflegt fyrir međaljóninn
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viđtali á Bloombert ađ á sínum tíma hafi hann ekki gert sér grein fyrir ţví ađ lífsstíll sinn og "viđskiptafélaga" sinna hafi veriđ svo gjörsamlega óhóflegur ađ međaljóninum hafi algerlega blöskrađ.
Ţađ er hins vegar spurning hvort ţessi seindregna ályktun sé alveg rétt hjá ţessum ofurjóni, ţví međaljóninn elskađi og dáđi Bónusfeđgana á sínum tíma og taldi ţá nánast bjargvćtti ţjóđarinnar í peningamálum, ţó ţađ álit hafi ađ vísu breyst nokkuđ löngu áđur en ofurjóninn gerđi sína uppgötvun um eigin bruđl og glannaskap í fjármálum.
Ofurjón segist ćtla ađ leggja undir sig heiminn á nýjan leik, en hafi engan áhuga á íslenska markađinum og nokkuđ örugglega er ţađ áhugaleysi algerlega gagnkvćmt.
![]() |
Stefnir í rekstur á ný |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)