Góð fjárfesting í lélegum fyrirtækjum

Samkvæmt því sem Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir um fjárfestingar lífeyrissjóðanna, þá voru þær allar mjög skynsamlegar og hefðu verið afar arðbærar ef fyrirtækin sem fjárfest var í hefðu ekki verið eins léleg og raun bar vitni.

Engum lífeyrisbraskara datt hins vegar í hug að eitthvað væri athugavert við ótrúlega útþenslu bankanna og annarra helstu fyrirtækja sem flest voru í eigu sömu gengja og bankarnir sjálfir og þöndust út á sama hraða, enda gegnu þau nánast ótakmarkað í fjármagn bankanna, sem voru notaðir eins og einkasparibaukar eigendanna.

Vegna þess að allar fjárfestingarnar voru afbragðsgóðar, en það voru bara bankarnir sem fóru á hausinn og þar með bólufyrirtækin, sem nærðust á bankabraskinu, þá ber auðvitað enginn ábyrgð á neinu og enginn þarf að axla ábyrgð á gerðum sínum.

Almennir starfsmenn fyrirtækja eru miskunnarlaust reknir fyrir smávægilegar yfirsjónir, enda eru þeir yfirleitt á lágum launum og því látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum.

Það á að sjálfsögðu ekki við um toppana með milljónalaunin. Þeir bera svo mikla ábyrgð að þeir eru algerlega ómissandi.


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband