Nýtt og harðara glæpasamfélag

Framvinda máls gegn hópi ofbeldismanna í Héraðsdómi Reykjaness sýnir að glæpasamfélagið á Íslandi verður sífellt grimmara og sakborningar sýna af sér æ meiri ófyrirleytni gagnvart dómurum og réttarkerfinu.

Sakborningar hlæja og gera að gamni sínu fyrir dóminum, hæðast að dómstólnum og dómaranum og a.m.k. einn þeirra hefur hrækt á dómara, en neitað því síðan og kvaðst einungis hafa hrækt á skikkju dómarans og það væri hreint ekki það sama og að hrækja á dómarann sjálfan.

Veröld glæpanna er orðin stórhættuleg þeim sem ekki hrærast í henni, þekkja hana ekki og vilja helst ekkert af henni vita og allra síst lenda í klóm þeirra er þar hafast við.

Þetta er þó sá raunveruleiki sem almenningur verður að átta sig á að verður sífellt varasamari og grimmari.


mbl.is Viðburðaríkur morgunn í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband