Nýtt og harðara glæpasamfélag

Framvinda máls gegn hópi ofbeldismanna í Héraðsdómi Reykjaness sýnir að glæpasamfélagið á Íslandi verður sífellt grimmara og sakborningar sýna af sér æ meiri ófyrirleytni gagnvart dómurum og réttarkerfinu.

Sakborningar hlæja og gera að gamni sínu fyrir dóminum, hæðast að dómstólnum og dómaranum og a.m.k. einn þeirra hefur hrækt á dómara, en neitað því síðan og kvaðst einungis hafa hrækt á skikkju dómarans og það væri hreint ekki það sama og að hrækja á dómarann sjálfan.

Veröld glæpanna er orðin stórhættuleg þeim sem ekki hrærast í henni, þekkja hana ekki og vilja helst ekkert af henni vita og allra síst lenda í klóm þeirra er þar hafast við.

Þetta er þó sá raunveruleiki sem almenningur verður að átta sig á að verður sífellt varasamari og grimmari.


mbl.is Viðburðaríkur morgunn í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Þetta virðist vera þróunin í flestum þeim löndum þar sem fíkniefni eru ólögleg.

Yfirvöld  berjast harðar gegn þessu fólki og í kjölfarið harðna undirheimarnir. Þetta er orðin hringrás sem ætlar engan endi að taka. 

Hallgeir Ellýjarson, 19.11.2012 kl. 13:46

2 identicon

Lausnin á hörku samfélagsins er þá sem sagt að lögleiða glæpi?

Tobbi (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 14:06

3 identicon

Þetta gerist þegar heimskingjar fá að vaða uppi og blómstra í glæpum sínum

Wilfred (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 19:17

4 identicon

Rétt Tobbi. Hallgeir vill fá frið fyrir svona veseni eins og það er að vera að banna dóp. Maður hefur séð svona lið áður. Frjálsræði bara alveg 100% og þá er allt ok! Bara ekkert að banna og þá er friður! ;o)

óli (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 22:13

5 identicon

Fangelsi fyrir glæpamenn fíkniefna: Þeir sem selja dreifa eða stuðla að einhverju leiti dreifingu.

Þetta fólk þarf einangrun, langt frá allri mannabyggð. Þá meina ég langt inn á Öræfum. Langa fangelsisvist. Langa. Læknismeðferð eiga þeir að fá sem sýna tilþrif í því að vilja bæta sig. Aldrei á að stytta dóma fyrir góða hegðun. Það á engann rétt á sér í þessu samhengi. Þeir sem hrækja niðurlægja starfsmenn í lögreglu eða starfsmenn fangelsa, skal tafarlaust þyngja dómanna svo um munar. Starfsmenn skulu vera með hlíf fyrir andliti svo eigi þeir verði þekktir af brotamönnum eða fjölskyldum þeirra. Starfsmenn eiga ekki að vera fjölskyldumenn þegar þeir hefja starf innan löggæslu. Því þarna er veikasti hlekkurinn í gæslu á afbrotamönnum. Þessar reglur hafa gefist ágætlega þar sem þær eru notaðar. Afbrota menn eiga ekki að hafa afnot af síma eða internet. Allar ferðir til og frá fangelsi eiga að vera bannaðar. Sjúkrahúsvist aðeins ef í nauðir rekur, annars lækni og/eða hjúkrunarfólk á staðnum. Þetta er mín skoðun.

jóhanna (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 08:00

6 identicon

Sæll Axel Jóhann; sem og aðrir gestir, þínir !

Viltu ekki; vera sjálfum þér samkvæmur - og benda á hlutdeild hvítflibba glæpamannanna einnig, innan þings, sem utan þess, í þeim óskapnaði, sem íslenzkt þjóðfélag er, að orðið, Axel minn ?

Þegar Ísland; er búið að toppa Púertó Ríkó - sem og Síkiley, algjörlega !

Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi, að þessu sinni / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 12:02

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, rétt er það að hvítflibbaglæpir fara síversnandi eins og aðrir glæpir í þjóðfélaginu. Hins vegar veit ég ekki um neina glæpamennsku á Alþingi, né að alvarleg afbrot hafi verið framin innan veggja þingsins, þannig að þú verður að upplýsa betur um hvað þú ert að meina með slíkum aðdróttunum.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2012 kl. 17:44

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Axel Jóhann !

Kallar þú; meiningu mína - sem margra annarra, um vinnubrögð : Davíðs Odds sonar - Jóns Baldvins Hannibalssonar - Halldórs Ásgrímssonar, og Steingríms J. Sigfússonar, árin 1991 - 20 ? ''aðdróttanir'' síðuhafi góður ?

Þessir menn; ásamt fylgjurum þeirra, hafa lagt samfélagið á hliðina - til ára og áratuga, að minnsta kosti, Axel Jóhann.

Er það kannski; smámál, í þínum huga - eða hvað ?

Gerðu ekki; sjálfum þér, öðrum skrifurum og lesendum síðu þinnar, þá forsmán, að svara mér, með slíku fimbulfambi, Axel minn.

Hygg þig vera; kænni en svo, ágæti drengur.

Með svipuðum kveðjum; sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 20:26

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, þú ræddir um lögbrot á þingi í fyrri athugasemd og útskýrir þau ekkert í seinni athugasemdinni. Mér er ekki kunnugt um lögbrot þessara manna sem þú nefnir á Alþingi og því bað ég þig að útskýra aðdróttanir þínar nánar.

Ef þú ert að vitna til bankahrunsins, þá er mér ekki heldur kunnugt um að nokkur einasti maður í nokkru landi veraldar, aðrir en misvelhugsandi vinstrisinnar á Íslandi, láti sér detta í hug að banka- og efnahagskreppan sem gengið hefur í heiminum síðan 2008 og varir enn sé þessum mönnum um að kenna.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2012 kl. 20:42

10 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Axel Jóhann !

Þykist þú ekki skilja; eða kærir þig ekki um að skoða það, sem að baki orða minna liggur - er annaðhvort meðfædd, eða áunnin glópska, eða þá hitt, sem virðast mætti, að þú kjósir að skella Skollaeyrum einum, við staðreyndum þeim, sem við öllu skynugu fólki blasir, alla jafna, ágæti drengur ?

Og; að endingu - löggjafarnir, í hinum ýmsu löndum, hafa nú alveg kunnað að brjóta eigin laga bálka - sem annarra hingað til, síðuhafi góður.

Kannski; sökum meintrar ''fullkomnunar''  þeirra íslenzku, geti það vart átt við þá einnig, eða hvað ?

Hvet þig til; að viðurkenna staðreyndirnar Axel Jóhann - og hætta fremur lítilmannlegum hártogununum, og viðurkenna glæpaeðli þorra alþingismanna; þings, sem hefir verið Íslandi og Íslendingum til mikillar bölvunar, allt frá endurreisn þess, árið 1845 !!!

Áþekkar kveðjur; öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 21:44

11 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Tobbi: Það er ekki til nein ofurlausn sem lagar allt.

Það er hinsvegar orðið ljóst að mörg lög ekki aðeins virka ekki heldur gera ástandið verra. Fíkniefnalöggjöfin er þar mest áberandi.

 Ef lög hafa neikvæð áhrif en ekki jákvæð hver er þá eiginlega tilgangurinn með þeim? Þrjóska?

Það er löngu orðið ljóst að löggjöf kemur ekki í veg fyrir neyslu og hún er ekki einu sinni að minnka hana heldur. Það sem bannið hinsvegar gerir er að skapa umhverfi þar sem glæpasamtök fá það hlutverk að svara eftirspurn eftir fíkniefnum.

Það er ekki vitað um neina aðra leið en lögleiðingu sem getur tæklað þetta fyrirkomulag almennilega. Í Tælandi geturðu fengið lífsstíðarfangelsi eða jafnvel dauðarefsingu fyrir að flytja inn fíkniefni en samt er allt á kafi í dópi þar eins og margir íslenskir túristar þekkja vel. 

Hallgeir Ellýjarson, 21.11.2012 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband