Áfall Össurar hlýtur að teljast stórsigur

Samkvæmt fréttamati RÚV voru þau tæpu 56% atkvæða sem Bjarni Benediktsson fékk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins gríðarlegt áfall fyrir hann, en þau 49% sem Árni Páll Árnason fékk í prófkjöri Samfylkingarinnar í sama kjördæmi í fyrsta sæti voru túlkuð sem stórsigur hans.

RÚV fannst þátttakan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins léleg, en þátttakan hjá Samfylkingunni þótti ekki verðug sérstakrar umfjöllunar, þó hún hefði verið mun slakari en hjá Sjálfstæðisflokknum.

Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er lokið og Össur Skarphéðinsson hreppti þar fyrsta sætið með 38% greiddra atkvæða í arfaslakri þátttöku Samfylkingarfólks sem á kjörskrá voru.

Samkvæmt fyrra fréttamati RÚV hlýtur fréttastofan að túlka bæði þátttökuna í prófkjörinu og atkvæðafjölda Össurar sem gríðarlegan stórsigur, bæði hans sjálfs og flokksins.


mbl.is Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband