Áfall Össurar hlýtur að teljast stórsigur

Samkvæmt fréttamati RÚV voru þau tæpu 56% atkvæða sem Bjarni Benediktsson fékk í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins gríðarlegt áfall fyrir hann, en þau 49% sem Árni Páll Árnason fékk í prófkjöri Samfylkingarinnar í sama kjördæmi í fyrsta sæti voru túlkuð sem stórsigur hans.

RÚV fannst þátttakan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins léleg, en þátttakan hjá Samfylkingunni þótti ekki verðug sérstakrar umfjöllunar, þó hún hefði verið mun slakari en hjá Sjálfstæðisflokknum.

Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík er lokið og Össur Skarphéðinsson hreppti þar fyrsta sætið með 38% greiddra atkvæða í arfaslakri þátttöku Samfylkingarfólks sem á kjörskrá voru.

Samkvæmt fyrra fréttamati RÚV hlýtur fréttastofan að túlka bæði þátttökuna í prófkjörinu og atkvæðafjölda Össurar sem gríðarlegan stórsigur, bæði hans sjálfs og flokksins.


mbl.is Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er morfísþátttakandinn Birgir Ármannsson fulltrúi allra sem ekki tóku þátt eins og í öllum hinum kosningunum !

JR (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 23:49

2 identicon

Er ekki aðalmunurinn þarna á að Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins en hvorki Árni Páll (sem keppti á móti sterkum mótframbjóðanda) né Össur eru það?  Það bauð sig heldur enginn sterkur frambjóðandi gegn Bjarna nema kannski Ragnar Önundarson sem var búinn að stuða allmarga með skoðunum sínum á Bjarna Ben og svo bauð Vilhjálmur Bjarnason sig fram í 1.-4. sæti.  Allir bjuggust  því við frekar stórum sigri Bjarna, en 56% getur nú varla talist svo stórt þegar talað er um formann xD!

Skúli (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 01:10

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Skúli; Árni Páll og Össur eru formannsefni báðir tveir og þar sem formaður Samfylkingarinnar ætlar ekki að halda áfram skipta formannsefnin meira máli en annars. Ef rúm 60% er áfall þá hefur Árni Páll, Össur, Sigríður Ingibjörg og Katrín Júlíusdóttir öll fengið höfnun frá flokknum til formanns

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.11.2012 kl. 08:23

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem gerir sigur Össurar alveg stórkostlegan er að sá frambjóðandi sem næstur honum kom í atkvæðum vantaði heil 68 atkvæði til að fella hann. Stærri geta sigrarnir varla orðið .

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2012 kl. 18:25

5 identicon

Munurinn á Samfyllkingarfólkinu annars vegar og Bjarna Benediktssyni hins vegar er að sá síðarnefndi fór út á hálar brautir sem hann átti erfitt með að standa á.

Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni hversu fáir taka þátt í forvali hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum, en að hluta til er það flokkana sjálfra um að kenna þar sem settar eru girðingar fyrir hverjir mega taka þátt. Væntanlega eru menn að hugsa um eigin skinn á árinu 2012 þar sem menn ættu að vera að hugsa um hag þjóðarinnar

thin (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 19:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svolítið erfitt að skilja þau rök að eðlilegt sé að Vinstri grænir velji á framboðslista hjá Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum, eða að stuðningsfólk Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tækju þátt í forvali VG.

Eðlilegast hlýtur að vera að kjósendur hvers flokks ákveði frambjóðendur fyrir sig.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2012 kl. 19:31

7 identicon

Þú veist það væntanlega að ef menn ganga í Sjálfstæðisflokkinn er ekki hægt að ganga úr honum. Fólk hefur ekki áhuga á slíku.

thin (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 21:45

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væntanlega gilda svipaðar reglur hjá öllum flokkunum um úrsagnir; einfalt bréf með yfirlýsingu um að viðkomandi hafi ekki áhuga á að vera skráður félagi lengur. Flóknara er það nú varla.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2012 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband