Siðleysið afturkallað, eða frestað?

Nokkrir stórir lífeyrissjóðir lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í hlutafjárútboði Eimskips vegna þess siðleysis stjórnenda fyrirtækisins að ætla sér að græða jafnvel hundruð milljóna króna persónulega á kaupréttarsamningum, sem heimilað hefðu þeim að kaupa hlutabréf í félaginu með 25% afslætti.

Forstjóri Eimskips hefur nú sent út tilkynningu um að hann og aðrir lykilstarfsmenn félagsins hafi afsalað sér kaupréttarsamningum sínum vegna þeirra mótmæla sem í afstöðu lífeyrissjóðanna felst og hneykslun almennings á því siðleysi sem þarna átti að fara fram.

Vonandi þýðir þessi yfirlýsing að algerlega hafi verið hætt við þessa hneykslanlegu fyrirætlun, en ekki að henni hafi einungis verið frestað þangað til betur stæði á og minni eftirtekt vekti.


mbl.is Falla frá kaupréttarsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband