Jón Baldvin og Ólafur Ragnar hætta aldrei

Jón Baldvin er orðinn einhver ofnotaðasti álitsgjafinn í sögu þjóðarinnar og af einhverjum ástæðum er mikið til hans leitað um álit á hinu og þessu og ekki síst ef von er til að fá hann til að segja eitthvað ljótt um ákveðnar persónur. Það er honum einkar tamt og slíkt rennur auðveldlega upp úr honum og yfirleitt ekki spöruð stóryrðin.

Ólafur Ragnar Grímsson fær nýjustu gusurnar frá þessum mikla, að eigin áliti, "þjóðfélagsrýni" og segir Jón Baldvin að vegna framgöngu Ólafs í forsetaembættinu ætti að leggja það niður og þá væntanlega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að Ólafur gæti boðið sig fram oftar, en hann er þegar búinn að sitja jafn lengi í embætti og þeir fyrirrennarar hans sem lengst sátu.

Ólafur Ragnar er háll sem áll og ætlar sér greinilega að bjóða sig fram enn einu sinni, en ætlar að láta líta svo út að hann geri slíkt eingöngu vegna ástar þjóðarinnar á sér, sem sannist með fjölda áskoana um áframhaldandi setu hans á Bessastöðum.

Það er meir en nóg komið af Ólafi Ragnari á Bessastöðum og miklu meira en nóg af Jóni Baldvini.


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband