Styður Merkel Samfylkinguna?

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi sínum við framboð Sarkozys til embættis forseta í FRAKKLANDI og það meira að segja áður en hann hefur sjálfur lýst því formlega yfir að hann muni gefa kost á sér til endurkjörs.

Einhverntíma hefðu það þótt stórtíðindi að einn þjóðarleiðtogi væri að skipta sér af kosningum, eða innanríkismálum yfirleitt, í öðru þjóðríki en sínu eigin en innan ESB virðist þetta þykja eðlilegasta mál, enda ræður Þýskalandskanslari öllu því sem hann vill ráða innan stórríkisins væntanlega. Stundum þó í samráði við Frakklandsforseta og þess vegna vill sá þýski ekki fá hvern sem er í æðstu embætti annarra héraða stórríkisins.

Haldi íslenska ríkisstjórnin lífi út kjörtímabilið munu verða kosningar til Alþingis eftir rúmt ár og ef fer sem horfir verður fjöldi flokka í framboði, gamlir og nýjir.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Merkel og jafnvel Sarkozy líka munu lýsa yfir stuðningi við Samfylkinguna, eða hvort einhver annar flokkur sem í framboði verður muni hugnast þeim betur.


mbl.is Merkel styður Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin og Landsdómur

Samfylkingin er eitthvert mesta furðufyrirbæri íslenskra stjórnmála og hefur klaufaskapur, stjórnleysi og innanflokksátök verið aðalsmerki flokksins allt þetta kjörtímabil.

Hefur þetta komið fram í hverju málinu á eftir öðru og nægir að benda á Icesave, ráðherrakapla, skuldavanda heimilanna og Landsdómsmálið, rétt til að nefna nokkur mál af handahófi.

Ákæra á hendur ráðherra fyrir Landsdómi á ekki og getur ekki verið flokkspólitískt mál, heldur á það eingöngu að snúast um sannfæringu þingmanna, sem í þessu tilfelli eru ákærendur og saksóknarar, um líklega sekt viðkomandi ráðherra, enda er það mannréttindabrot að ákæra fólk sem engin sannfæring er fyrir að hafi framið refsiverðan verknað.

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa hins vegar fallið á þessu einfalda prófi, að örfáum þingmönnum þessara flokka undanteknum, og snúið málinu gegn Geir H. Haarde upp í stórpólitískt stríð, ekki eingöngu gegn Sjálfstæðisflokknum heldur ekki síður þeim þingmönnum innan eigin raða, sem hafa viljað halda málfrelsinu og samvisku hvers og eins þingmanns í hávegum á Alþingi.

Vandræðagangur stjórnarflokkanna ríður ekki við einteyming, enda varla við öðru að búast hjá flokkum sem búa við jafn arfaslaka forystu og þessir tveir.


mbl.is Landsdómsmálið fleygur íhaldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband