2.1.2012 | 21:20
Kjördæmapot eða bara venjulegt ráðherrapot
Síðasta verk Jóns Bjarnasonar í embætti sjávarútvegsráðherra var að reka prófessor úr stöðu stjóranarformanns Hafró og setja fiskverkanda úr eigin kjördæmi í stöðuna.
Jón segir að engin sérstök ástæða hafi verið til að reka prófessorinn og hann hafi gert það "af því bara", eins og krakkarnir segja. Sú ástæða er reyndar stundum gefin upp þegar pólitíkusar geta ekki með góðu móti réttlætt gerðir sínar.
Furðulegt er að hæfni fiskverkandans skuli ekki hafa verið nefnd sem ástæða skipunarinnar í embættið enda virðist hann ekki hafa neitt framyfir prófessorinn sem gagnast mætti í þessu starfi.
Svona hundakúnstir ráðherra eru ekki boðlegar, enda reynir Jón ekki einu sinni að gefa neinar skýringar á þessu kjördæma- eða ráðherrapoti.
![]() |
Enginn aðdragandi að málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2012 | 14:34
Lengi getur vont "grín" versnað
Reykvíkingar hafa þurft að þola grátt grín Jóns Gnarr úr embætti borgarstjóra í eitt og hálft ár og að óbreyttu þurfa þeir að vera aðhlátursefni í tvö og hálft ár í viðbót, eða fram til næstu borgarstjórnarkosninga.
Nú þegar Ólafur Ragnar hefur gefið í skin að hann muni ekki bjóða sig fram til setu fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum, sýnir Jón Gnarr enn og aftur smekkleysi sitt og lélega kímnigáfu með því að lýsa yfir að hann sé að hugleiða forsetaframboð og gefur í skin, eins og alvöru fólk gerir jafan, að einhverjir "hafi sett sig í samband og skorað á hann í forsetaframboð".
Þeir eru ekki margir sem treysta sér lengur til að verja vitleysurnar sem Jón Gnarr sýnir af sér í núverandi embætti og svona lélegur brandari í upphafi nýs árs er nánast móðgun við þjóðina og það alvöru fólk sem gæti verið að hugleiða forsetaframboð.
Nokkrum sinnum hafa misheppnaðir grínarar tekið þátt í forsetaframboðum og hafa að sjálfsögðu aldrei verið teknir alvarlega og svo mun auðvitað ekki verða nú, spili Jón Gnarr þennan "brandara" til enda.
![]() |
Jón íhugar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)