13.1.2012 | 19:12
Efla verđur löggćsluna strax
Í ráđherratíđ Björns Bjarnasonar sem dómsmálaráđherra börđust vinstri menn harkalega gegn hvers konar áformum hans um ađ efla löggćsluna í landinu, t.d. međ eflingu forvirkra rannsókna og aukinni baráttu gegn skipulagđri glćpastarfsemi, sem sífellt eflist og ţróast í landinu.
Lögreglan haldleggur sífellt meira af hverskonar vopnum og er nú svo komiđ ađ glćpahópar vađa uppi í landinu og međlimir ţeirra jafnvel vopnađir sjálvirkum byssum og öđrum drápstólum. Íslenskir glćpamenn sćkjast eftir inngöngu í alţjóđleg glćpasamtök eins og t.d. Hells Angels og Bandidos.
Ţađ kemur ţví vel á vonda ađ ţađ skuli ţurfa ađ koma í hlut vinstri stjórnar og ráđherra Vinstri grćnna ađ taka til viđ ađ efla og bćta löggćsluna, sem ţeir börđust hart gegn í tíđ síđustu ríkisstjórnar.
Stundum vćri betra ađ hugsa fram í tímann í stađ ţess ađ slá pólitískar keilur, eingöngu vegna ţess ađ stjórnmálamađur úr andstöđuflokki reyni ađ koma góđum málum til leiđar.
![]() |
Vítisenglar í gćsluvarđhaldi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)
13.1.2012 | 09:09
Svona gerir mađur ekki.
Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráđherra, hélt leyndri skýrslu Hagfrćđistofnunar Háskóla Íslands ţar sem niđurstađan var ađ veggjöld í Vađlaheiđargöngum ţyrftu ađ vera helmingi hćrri, eđa um tvöţúsund krónur á ferđ, en ráđherrann og ađrir héldu fram á međan ţeir reyndu ađ blekkja Alţingi til ađ samţykkja framkvćmdina.
Steingrímur J. og Kristján Möller eru báđir ţingmenn Norđausturkjördćmis, sá fyrri var fjármálaráđherra og sá síđari samgönguráđherra, ásamt ţví ađ vera stjórnarmađur í ríkishlutafélaginu, sem ćtlađ var ađ taka lán hjá ríkinu til framkvćmdanna og falsa međ ţví ríkisreikninginn međ ţví ađ taka framkvćmdina ekki inn á fjárlög.
Ţegar í ljós er komiđ ađ félagarnir Kristján og Steingrímur hafa beitt blekkingum og hylmingum til ţess ađ blekkja ţingheim, hljóta lög um ráđherraábyrgđ ađ koma til skođunar og hvort svona vinnubrögđ teljist ekki vera gróft brot í starfi.
Eins hlýtur ađ koma til greina ađ báđir segi af sér ţingmennsku á međan málin vćru rannsökuđ nánar.
![]() |
Skýrslu stungiđ undir stól |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)