6.9.2011 | 22:24
Banna siðareglur samkeppni?
Kostulegar kvartanir eru til umfjöllunar hjá Lögmannafélagi Íslands, en þær snúast um þann hræðilega grun nokkurra lögmanna, að ákveðin lögmannsstofa reyni að útvega sér viðskiptavini, sem jafnvel hafa áður þurft á lögfræðiþjónustu að halda.
Ef það telst til brota á siðareglum lögmanna að reyna að afla sér viðskipta, þá eru siðareglurnar einfaldlega eitthvað meira en lítið undarlegar. Í landi, þar sem frjáls samkeppni ríkir á flestum sviðum, hlýtur það að vera eðlilegasti hlutur í heimi að keppst sé um viðskitin, bæði með því að bjóða betri verð og þjónustu en keppinauturinn.
Ef lögmenn hafa leitt einhverskonar einokunartilburði inn í sínar siðareglur þarf að breyta þeim í takt við það sem almennt tíðkast í nútímaþjóðfélagi.
Lögfræðingar eru sú stétt manna í þjóðfélaginu, sem síst ætti að stunda verðsamráð og samkeppnishamlandi bellibrögðum.
![]() |
Reyni að ná viðskiptum annarra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2011 | 19:02
Enn einn toppur á ruglinu frá ríkisstjórninni
Ruglið og vitleysan í stjórnun landsins hefur verið nánast takmarkalaus í tíð núverandi ríkisstjónrar og í hvert sinn sem talið er að nú hafi toppnum verið náð, þá er skellt fram einhverju nýju rugli sem toppar það sem áður er komið.
Nýjasta nýtt í dellumálunum er að finna í væntanlegu frumvarpi um stjórnarráðið, þar sem það verðu lagt í hendur forsætisráðherra hverju sinni að ákveða fjölda ráðuneyta og þar með ráðherra og til viðbótar eiga ráðherrar að fá heimild til að ráða sér tvo pólitíska aðstoðarmenn og jafnvel allt að þrem til viðbótar, þannig að þeir verði alls fimm.
Stjórnarmeirihlutinn í Allsherjarnefnd Alþingis þykir ekki nóg að gert í upphaflegu frumvarpi, eða eins og segir í fréttinni: "Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að ákvæði frumvarpsins um aðstoðarmenn og ráðgjafa ráðherra séu ekki fullnægjandi. Telur meirihlutinn brýnt að skapað verði aukið svigrúm fyrir ráðherra til að ráða til sín pólitíska aðstoðarmenn þannig að þeir fái með eðlilegum hætti sinnt pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta sinna, segir í nefndarálitinu."
Hér á landi er þingbundin ríkisstjórn, sem þýðir að það er meirihluti Alþingis sem á að leggja hinar pólitísku línur hverju sinni, en ekki ráðherrarnir. Ráðherrarnir eiga í raun að framfylgja samþykktum og lögum, sem samþykkt eru á þinginu, þar sem hin pólitíska umræða og stefnumótun fer fram.
Að ætla sér að koma upp sérstökum pólitískum skrifstofum innan hvers ráðuneytis fyrir sig með allt að fimm pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra á launum frá almenningi við að "sinna pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta" er gjörsamlega galin hugmynd, svo vægt sé til orða tekið.
Hitt er annað mál, að enginn er lengur hissa neinu sem frá "Norrænu velferðarstjórninni" og þingmeirihluta hennar kemur.
![]() |
Heimilt að fjölga aðstoðarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2011 | 14:19
Ekki skipta um mynt, heldur fjármálastjórnun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hefja hefði þurft að hefja mótun nýrrar peningamálastefnu strax og gjaldeyrishöftin voru sett og að ekki verði hægt að afnema þau, nema ganga í það verk af krafti.
Við þá mótun peningamálastefnu telur Bjarni að til greina komi að taka upp nýja mynt í stað krónunnar, eða að það sé a.m.k. einn þeirra möguleika sem kanna þurfi. Þá hlýtur hann að vera að meina einhliða upptöku nýs gjaldmiðils, enda er hann sjálfurl, Sjálfstæðisflokkurinn og stór meirihluti þjóðarinnar algerlega á móti innlimun í ESB og myntbandalag þess.
Í fréttinni segir af ræðu Bjarna m.a: "Hann sagði mótun nýrrar peningamálastefnu vera eina forsenduna fyrir því að hægt væri að afnema höftin. Hin skilyrðin væru trúverðug efnahagsstefna og síðast en ekki síst að nægilegt pólitískt áræði væri til staðar til þess að vaða í verkið."
Már Guðmundsson er guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem hér hefur verið fylgt frá árinu 2001, en þá var hann aðalhagfræðingur Seðlabankans, og þó sú stefna hafi ekki reynst vel á síðasta áratug, fylgir hann og peningastefnunefd bankans henni ennþá, eins og t.d. sést af síðustu vaxtahækkun bankans, sem flestir aðrir eru sammála um að sé algerlega út í hött og alls ekki í takti við það sem aðrir seðlabankar gera um þessar mundir.
Það þarf fyrst og fremst að skipta um, eða réttara sagt að taka upp, vitræna peningamála- og efnahagsstjórn, en ekki nýjan gjaldmiðil. Slíka stjórn hefur vantað hér á landi að mestu, nánast allan lýðveldistímann og líklega lítil von til að ástandið batni í tíð núverandi ríkisstjórnar og yfirmanna í seðlabankanum.
![]() |
Þarf að vaða í verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)