Óþörf "óeirðasveit".

Samkvæmt fréttum virðast nokkrir tugir lögreglumanna tilheyra svokallaðri "Óeirðasveit", en meiri æfingar og þjálfun er innifalin í vinnutíma þeirra en "almennra" lögreglumanna.

Þetta virðist vera nokkuð einkennilegt fyrirkomulag, þar sem enginn er skyldugur til þess að stunda þessar æfingar eða taka þátt í "óeirðasveitinni" og ekkert er greitt aukalega fyrir það að tilheyra þessari sveit.

Lítt skiljanlegt er til hvers þessi skipting lögreglumannanna er og minnir helst á að verið sé að búa til ákveðna stéttarskiptingu innan lögreglunnar með þessari óþarfa skiptingu, sem verður til lítils annars en að skapa togstreitu innan lögregluembættisins, enda nota félagar "óeirðasveitanna" tækifærið núna og segja sig úr sveitunum og þykjast þar með geta neitað að verja almenning, eigur hans, opinberar byggingar og Alþingi.

Að sjálfsögðu ættu allir lögreglumenn að fá samskonar þjálfun og axla jafna ábyrgð og skyldur í störfum sínum, enda væntanlega allir að þiggja sömu laun og eiga því að skila sömu vinnu og aðrir í liðinu.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglumenn fari að lögum

Lögreglumenn afsöluðu sér verkfallsrétti á árum áður og samþykktu að hlýða framvegis úrskurði gerðadóms um laun sín. Nýlegur úrskurður gerðadómsins vekur síður en svo lukku í röðum lögreglumanna, en úrskurður er það engu að síður og eftir honum ber að vinna.

Fjöldi launþega í öllum stéttum er hundóánægður með laun sín og önnur kjör um þessar mundir, en verður að sætta sig við þau, bíta á jaxlinn og vonast eftir betri tíð fljótlega eftir að núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

Þó launþegar séu óánægðir með kjör sín, sinna þeir störfum sínum eins og áður og neita ekki að vinna sumt sem undir starf þeirra heyrir, þvert á móti hlýtur það að vera metnaðarmál hvers manns að skila starfi sínu eins vel frá sér og hann mögulega getur.

Lögreglumenn hljóta að sinna starfi sínu áfram og öllum þeim skyldum sem því fylgja, þrátt fyrir óánægju með launin. Allt annað hlýtur að vera lögbrot.


mbl.is Vaxandi ólga og reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband