Evruefi í ESBlöndum

Mikill efi er farinn að grafa um sig í þeim ESBlöndum, sem ekki hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil en hafa stefnt að því fram að þessu, hvort réttlætanlegt sé að láta af því verða vegna veikrar stöðu evrunnar og hættunnar á að hún hrynji sem gjaldmiðill, afsali evruríkin sér ekki fjárhagslegu sjálfræði og framselji það alfarið til Brussel.

Sjö af þeim ríkjum sem síðast gengu í sambandið hafa nú miklar áhyggjur og efasemdir vegna evrunnar, eða eins og kemur fram í fréttinni: " Ráðamenn í Búlgaríu, Tékklandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og Rúmeníu segja að evrusvæðið sem þeir töldu sig vera að ganga í, þ.e. myntbandalag, kunni mjög líklega að verða að lokum gerbreytt bandalag sem byggi á miklu nánari fjármálalegri, efnahaglegri og pólitískri samruna en áður hafi verið gert ráð fyrir."

Getur það verið að allir séu farnir að sjá og skilja evruvandann, nema íslenskir ráðamenn og aðrar ESBgrúppíur hér á landi? 


mbl.is Vilja losna undan evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband