24.9.2011 | 23:41
Óboðlegur málflutningur ráðamanna
Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg, Árni Páll og fleira Samfylkingarfólk og jafnvel sumir Vinstri grænir hafa keppst við að gera lítið úr efnahagserfiðleikum ESBríkjanna og látið eins og evran sé sterkur og traustur gjaldmiðill og hafa reynt að gera lítið og jafnvel ekkert úr þeim efnahagserfiðleikum sem steðja að öllum heiminum vegna vandamálanna sem ESB glímir við og þá alveg sérstaklega evrulöndin.
Þetta fólk lemur höfðinu við steininn og neitar að viðurkenna það sem allir forystumenn Evrópu, annarra ríkja og alþjóðastofnana viðurkenna og ræða opinskátt um þessar mundir og þetta fólk, sem kosið hefur verið til að leiða þjóðina og stjórna málefnum hennar, leyfir sér hreinlega að ljúga að umbjóðendum sínum um stöðu þessara mála.
Efnahagserfiðleikar ESB er aðalumfjöllunar- og áhyggjuefni heimsbyggðarinnar um þessar mundir og málflutningur íslenskra ráðamanna um þetta efni er algerlega óboðlegur og raunar móðgandi fyrir þjóðina að þurfa að þola slíkt fláræði af sínum eigin "forystumönnum".
Ef þetta "forystufólk" þjóðarinnar skilur ekki um hvað málið snýst er það alvarlegt mál. Ef það skilur málið, en lýgur vísvitandi, er virkilega illa komið fyrir íslenskri þjóð.
![]() |
Endurskoða evrubjörgunaráætlun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
24.9.2011 | 19:14
Hvað skyldu ESBgrúppíur ekki skilja varðandi skuldavandann?
Íslenskar ESBgrúppíur undir foystu Össurar Skarphéðinssonar og jáfólks hans í Samfylkingunni, halda áfram að blekkja þjóðina til að samþykkja innlimun Íslands í væntanlegt stórríki Evrópu, sem áhrifalauss útnárahrepps, og harðneita öllum staðreyndum um efnahagsvandræði ESBríkja og ekki síst þeirra sem nota evruna sem gjaldmiðil.
Ársfundur AGS, þar sem saman koma fulltrúar allra helstu ríkja veraldar, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af efnahagsvanda ESBríkja og í ályktun fundarins er skorað á forystumenn stórríkisins væntanlega að bregðast fljótt og skipulega við vandamálinu, annars muni vandamálið smita út frá sér um heiminn allan.
Í fréttinni kemur m.a. þetta fram: "Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, sagði á ársfundinum í dag, að verði skuldakreppan á evrusvæðinu ekki leyst án tafar gæti það leitt til þess, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráði ekki yfir nægum fjármunum til að aðstoða önnur ríki í vanda en mikil eftirspurn væri nú eftir aðstoð frá sjóðnum. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, tók undir þetta, og sagði að það stæði glöggt hvort sjóðurinn réði yfir nægum fjármunum í ljósi þess hve mikil þörf væri fyrir fjármagn."
Þessar yfirlýsingar eru algerlega í takt við fullyrðingar annarra fræði- og stjórnmálamanna undanfarna mánuði um fjárhagsvanda ESBríkja.
Hvað skyldi það vera varðandi efnahagsvanda ESBríkjanna sem ESBgrúppíunum gengur svona illa að skilja?
![]() |
Evrusvæðið má engan tíma missa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)