Mannorð Jóns Ásgeirs í hættu?

Jón Ásgeir, leiðtogi Baugsgengisins, hefur stefnt Birni Bjarnasyni vegna meiðyrða, þar sem sú villa slæddist inn í fyrstu prentun bókar Björns um Baugsmálið fyrsta, að Jón Ásgeir hefði fengið dóm fyrir fjárdrátt, þegar staðreynd málsins er sú að hann var dæmdur fyrir bókhaldsbrot.

Í huga almennings í landinu stendur Jón Ásgeir fyrir ímynd hins eina og sanna útrásargangsters og engin leið að sverta mannorð hans með ritvillum um þau brot sem hann hefur þegar verið dæmdur fyrir, enda reikna allir með að hann muni fá mun fleiri og þyngri dóma vegna athafna sinna í aðdraganda banka- og efnahagshrunsins, sem Rannsóknarnefnd Alþigis sagði eigendur og stjórnendur bankanna fyrst og femst ábyrga fyrir.

Þessi kæra Jóns Ásgeirs uppfyllir hins vegar hluta af þeim spádómi Evu Joly að útrásargengin myndu beita öllum brögðum til að leiða athyglina frá gerðum sínum og ráðast með öllum tiltækum ráðum að þeim sem um þá fjölluðu og eins þá rannsakendur sem með mál þeirra fara og munu væntanlega sækja þá til saka fyrir dómstólum. Einnig sagði Eva fyrir um það, að allir helstu og dýrustu lögfræðingar landsins og janfvel þó víðar væri leitað, yrðu notaðir af útrásargengjunum í baráttunni gegn réttvísinni. Sú spá hefur einnig ræst.

Kæran mun ekki skaða Björn Bjarnason, en sýnir hins vegar enn og aftur hvern mann Jón Ásgeir hefur að geyma.


mbl.is Birni afhent stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Jón Gnarr forsætisráðherraefnið?

Guðmundur Steingrímsson, flokkaflakkari, hefur nú loksins fundið sér samastað í pólitíska litrófinu, en það er í faðmi þess stjórnmálaflokks á landinu sem enga stefnu hefur og ekkert markmið haft fram að þessu annað en að koma Jóni Gnarr í borgarstjórastólinn.

Enginn hugsandi maður lét sér detta í hug að grínframboð myndi fá nokkurt fylgi sem heitið gæti í kosningum, en það gerðist nú samt og fíflagangurinn náði völdum í stjórn Reykjavíkurborgar, sem varð að athlægi um víða veröld fyrir vikið.

Nú fást fáir til að viðurkenna að þeir hafi kosið þetta flokksskrípi í síðustu borgarstjórnarkosningum, en það aftrar ekki Guðmundi Steingrímssyni frá því að gagnga sjálfviljugum í þetta bjarg forheimskunnar, enda sýnt og sannað í störfum sínum á Alþigi að hann á best heima í flokki með öðrum liðleskjum.

Kjósendur sýndu reyndar og sönnuðu í síðustu borgarstjórnarkosningum að skynsemi ræður ekkert endilega för í kjörklefanum og því skal hreint ekki útilokað að næsta ríkisstjórn verði samsett úr "Besta flokknum" og Samfylkingunni.

Í þeirri ríkisstjórn yrði Jón Gnarr auðvitað forsætisráðherra.


mbl.is Hyggja á framboð til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband