Lyfjalaus sjúkrahús í ESB?

Lyfjaframleiðandinn risastóri, Roche, er hættur að afhenda lyf til grískra sjúkrahúsa, enda hafa þau greitt skuldir sínar seint og illa, jafnvel alls ekki, undanfarin ár.

Feti fleiri lyfjaframleiðendur í spor svissneska risans á lyfjamarkaði, verður vart hægt að tala um sjúkrahúsarekstur í Grikklandi, því augljóst er að ekkert sjúkrahús verður rekið án lyfja til langframa og reyndar ekki til skamms tíma heldur.

Einhverjum hefði getað dottið í hug að "björgunarpakkar" ESB vegna Grikklands hefðu ekki síst verið til þess ætlaðir að lágmarksöryggi grískra borgara væri tryggt, a.m.k. varðandi heilsugæslu, en líklega duga "björgunaraðgerðirnar" eingöngu til þess að halda evrópskum bönkum á lífi, en ekki almenningi.

ESB er sannkallað Paradís á jörðu, eins og íslenskar grúppíur hins væntanlega stórríkis þreytast aldrei á að telja löndum sínum trú um.


mbl.is Afhendir ekki lyf vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband