Hver á að bæta hverjum hvað?

Maður sem greiddi upp gengistryggt lán, sem síðar voru dæmd ólögleg, fyrir bankahrun telur sér gróflega mismunað vegna þess að bankinn sem hann átti viðskiptin við varð gjaldþrota skömmu eftir að lánið var gert upp.

Ef fréttin er rétt skilin vill maðurinn að banki sem stofnaður var siðar og kom hvergi að þessum viðskiptum bæti sér ólöglega lánastarfsemi hins gjaldþrota banka, án þess að sá nýji hafi komið að málinu á nokkurn hátt, enda voru uppggerð mál ekki seld úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju.

Örugglega eru nokkuð margir í sömu sporum og þessi maður og sjálfsagt hefur þeim ekki dottið í hug, fram að þessu, að gera kröfur um bætur á hendur öðrum aðilum en þeim sem ollu þeim tjóninu og ekki heldur á hendur skattgreiðendum í landinu.

Nærri eitthundrað prósent þeirra sem greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu höfnuðu algerlega að skattgreiðendur tækju að sér að greiða kröfur erlendra viðskiptamanna Landsbankans og væntanlega má reikna með að sama viðhorf sé gagnvart íslenskum viðskiptavinum bankanna, sem töpuðu stórfé á þeim viðskiptum.

Tugþúsundir almennra borgara töpuðu stórum upphæðum á hlutabréfum sem keypt voru á árunum fyrir hrun, sama gildir um þá sem áttu sparifé sitt í peningamarkaðssjóðum, að ógleymdu tapi lífeyrisþega vegna gríðarlegs taps lífeyrissjóðanna.

Væntanlega dettur engum í hug að ríkissjóður taki á sig að bæta tap allra þeirra sem fyrir áföllum urðu í bankahruninu og afleiðingum þess á allt efnahagslífið.

Ýmsir töpuðu öllu sínu og jafnvel meiru til við þessar efnahagshamfarir og neyðast til að sætta sig við að fá aldrei neinar bætur frá einum eða neimum.


mbl.is Fær ekki leiðréttingu mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband