Böðull ríkisstjórnarinnar

Strax, þegar "villikettirnir" yfirgáfu þingflokk Vinstri grænna og lýstu því yfir að þeir væru hættir að styðja ríkisstjórnina, var augljóst að stjórnin myndi einungis lifa þangað til að Þráinn Bertelsson myndi hefja böðulsöxina á loft.

Nú hefur það gerst, sem fyrirséð var, að Þráinn er farinn að hóta ríkisstjórninni að láta axarhöggið ríða, verði ekki farið að vilja hans varðandi fjárveitingar til gæluverkefna sem honum hugnast.

Það er aumt fyrir ríkisstjórnina að eiga líf sitt undir einum misheppnaðasta og duttlungafyllsta stjórnmálamanni þingsögunnar.


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband