Hústaka

Hasar varð þegar fulltrúar sýslumanns ætluðu að bera fólk út úr íbúð í Reykjavík að beiðni húseigandans, en hann hafði ekki fengið greitt fyrir afnot af húsnæðinu síðan árið 2009.

Þegar fólk sest að í annarra manna húsnæði, greiðir enga leigu og dvelur þar í óþökk eigandans, hlýtur slíkt að teljast vera hrein hústaka og getur þar með ekki annað en flokkast undir nytjastuld.

Ef fólk er húsnæðislaust og hefur ekki fjárráð til að greiða húsaleigu á frjálsum markaði er sveitarfélagið skyldugt til að sjá viðkomandi fyrir húsaskjóli og þangað á fólk að í þeirri stöðu að leita, en ekki taka annarra manna húsnæði traustataki.

Í því tilfelli, sem fréttin snýst um, náðist samkomulag um frestun útburðarins og er það vel, en ef uppi er einhver ágreiningur um uppgjörsmál milli aðila, er alveg með ólíkindum að taka þurfi á þriðja ár að leysa úr slíkum málum.


mbl.is „Þú ert helvítis drusla!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband