Litháar styðja fullveldisafsal Íslendinga

Forseti Litháen er í opinberri heimsókn hér á landi í tilefni af því að Ísland var fyrst landa til að viðurkenna sjálfstæði Litháen fyrir 20 árum.

Frúin er þó ekki smekklegri en það í heimsókn sinni að hún leyfir sér að nota tækifærið til að óska eftir innlimun Íslands, sem útnárahrepps, í ESB og að frá því verði gengið formlega árið 2013, þegar Litháar sitja í forsæti í hinu væntanlega stórríki Evrópu.

Þessi lítt kurteisi gestur mun reyndar hafa rætt málin á þeim nótum að frágangur innlimunarinnar væri nánast formsatriði, því ESB væri þegar búið að fá loforð Össurar og félaga fyrir afsali fullveldisins, sem þjóðin barðist fyrir áratugum saman langt fram eftir síðustu öld.

Einhver gestgjafa frúarinnar hefði átt að sýna meiri kurteysi en hún sjálf, með því að útskýra fyrir henni að meirihluti íslensku þjóðarinnar sé algerlega andvígur ESBinnlimun og að hún muni aldrei verða samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einnig hefði verið ástæða til að fara þess á leit við hana, að hún beitti sér fyrir stöðvun innlimunarferilsins og gert Íslendinga þar með sáttari við hana sjálfa og heimsókn hennar.


mbl.is Ísland gangi í ESB árið 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Elsku Breivik"

Fjöldamorðingjanum Anders Breivik berst fjöldinn allur af ástarbréfum í fangelsið frá konum víðs vegar úr heiminum og munu sumar vilja sýna honum móðurlega ástúð og aðrar að tjá honum kristilegan kærleika með ást sinni.

Breivik fær þó ekki að njóta þessarar ástleitni, þar sem hann situr í einangrun og fær hvorki ástarbréfin, né hatursbréf sem honum berast líka, og hvað þá að þessar ástsjúku konur fái að heimsækja hann.

Fangelsispresturinn Kjell Arnold Nyhus segist ekkert hneykslaður á þessum ástarbréfasendingum, enda sé svo margt skrýtið fólk í heiminum.

Ekki verður nú annað sagt, en að presturinn sé afar umburðarlyndur maður, því að svona bréfaskriftir eru örugglega bæði stórfurðulegar og hneykslanlegar í hugum flestra annarra.

Kristilegu kærleiksblómin spretta þó greinilega víða, þó þau geri það ekki á þessari bloggsíðu vegna svona perraskapar nokkurra kvenna.


mbl.is Breivik berast ástarbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband