Upplýsing eða ljósaflóð?

Glerlistaverk Ólafs Elíassonar utan á tónlistarhúsinu Hörpu var sýnt í sinni endanlegu og fullsköpuðu mynd í gærkvöldi.

Margir virðast hafa reiknað með einhverri stórkostlegri ljósasýningu og urðu því fyrir vonbrigðum vegna þess að þegar til kom, var lýsingin hófleg en gaf þó húsinu fallegan svip í kvöldrökkrinu.

Það vill oft brenna við að ýmsir hafi annað álit en listamaðurinn sjálfur á því hvernig listaverk eigi að líta út og því skapast oft hatrammar deilur um einstök verk og má t.d. benda á Vatnsberann því til sönnunar, en um þá styttu urðu harðar deilur á sínum tíma og lenti hún í hálfgerðri útlegð áratugum saman vegna deilnanna um hana í upphafi.

Glerhjúpurinn á Hörpu er sköpunarverk Ólafs Elíassonar og alfarið hans að ákveða útlit þess. Um það má svo deila næstu áratugina hvort það hefði átt að vera eins og það er, eða einhvern veginn allt öðruvísi.


mbl.is Glerhjúpur Hörpu tendraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband