18.8.2011 | 19:47
Dalalíf, Löggulíf, Nýtt líf og Ríkisstjórnarlíf
Ţráinn Bertelsson, ţingmađur VG, sveiflar ennţá böđulsexinni yfir ríkisstjórninni og hótar ađ láta höggiđ ríđa, verđi ekki látiđ ađ kröfum hans um nýtt lif fyrir Kvikmyndaskóla Íslands. Skólinn virđist ekki eiga sér von um neitt framhaldslíf, vegna ofsókna og eineltir Menntamálaráđuneytisins, eftir ţví sem Ţráinn segir.
Ráđuneytiđ telur ađ skólinn sé ekki rekstrarhćfur, vćntanlega vegna lélegs rekstrar á undanförnum árum og Ríkisendurskođun tekur undir ţá skođun. Ţađ segir Ţráinn ađ sé "einstaklega ruddaleg ađgerđ ađ siga Ríkisendurskođun á skólann viđ ţćr ađstćđur sem uppi séu," eins og haft er eftir honum í fréttinni.
Ráđuneytiđ og ráđherra í barneignaleyfi fá sinn skammt frá ţessum líflega ţingmanni: "Mér finnst ţetta bara vera ótrúlega sorglegt mál. Og sorglegast af öllu ţessu finnst mér vera ađ ţađ sé fólk úr mínum flokki sem á ađ stjórna ţessu ráđuneyti. Ég hélt ađ ţađ vćri áhugi á menningu í ţessum flokki, segir Ţráinn og kennir um skrifrćđi í menntamálaráđuneytinu og ađgerđaleysi menntamálaráđherra, Katrínar Jakobsdóttur."
Nćsta kvikmynd Ţráins hlýtur ađ fá nafniđ "Ríkisstjórnarlíf", ţ.e.a.s. ef hann tekur hana ekki sjálfur af lífi.
![]() |
Stendur viđ fyrri yfirlýsingu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
18.8.2011 | 13:04
Eru ESBsinnar međ lokuđ skilningarvit?
Jacques Delors, fyrrverandi framkvćmdastjóri ESB, heldur ţví fram ađ ESB og evran séu á brún hengiflugs og eina leiđin til ađ koma í veg fyrir ađ hvorutveggja detti ofan í hyldýpiđ sé ađ ríkin framselji ennţá meira af fullveldi sínu til Brussel.
Ástćđa er til ađ benda íslenskum ESBsinnum sérstaklega á ţessa málsgrein fréttarinnar: ""Opniđ augun ykkar, evran og ESB standa á brún hengiflugs," segir Delors í viđtalinu. Hann gefur ekkert fyrir nýlegar yfirlýsingar Angelu Merkel, kanslara Ţýskalands, og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, um samrćmingu á stjórn efnahagsmála innan evrusvćđisins og segir ađ ţćr muni ekki róa markađinn."
Delors er enn einn af núverandi og fyrrverandi framámönnum ESB sem viđurkenna ţessa erfiđleika sambandsins og gjaldmiđilsins og eru sammála um ađ a.m.k. evran standist ekki til frambúđar, nema međ einni fjárhagslegri yfirstjórn, sem ađ sjálfsögđu er í Brussel. Á mannamáli ţýđir ţetta auđvitađ ađ hvert ESBríki verđi svipt fjárrćđi og fjárhaldsmenn ţeirra verđi kanslari Ţýskalands og forseti Frakklands, hverjir svo sem gegni ţeim embćttum hverju sinni.
Hvađ af röksemdum ţessara forystumanna ESB skyldu ţađ helst vera sem íslenskir ESBsinnar skilja ekki?
Getur ţađ veriđ ađ ţeir séu međ augu, eyru og önnur skilningarvit algerlega lokuđ?
![]() |
Delors: ESB á barmi hengiflugs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)