10.8.2011 | 19:06
Gnarr pride
Óstjórnin virðist vera orðin svo mikil hjá Reykjavíkurborg að meirihlutanum tekst ekki einu sinni að klára sig af helstu skylduverkum sínum, eins og sést best á því að kalla þarf saman aukafund í Borgarstjórn Reykjavíkur, í fyrsta sinn í sögunni, til þess að afgreiða þriggja ára fjárhagsáætlun, sem skylda er að afgreiða í febrúarmánuði ár hvert.
Þessi þriggja ára áætlun er ekki lögð fram vegna frumkvæðis meirihlutans, heldur að kröfu minnihlutans í borgarstjórn og eftir áminningar innanríkisráðuneytisins og fésektir Kauphallarinnar vegna vanskila á ársreikningi.
Engum fréttamanni virðist lengur detta í hug að taka Jón Gnarr tali vegna málefna borgarinnar, enda til lítils að ræða við hann um þau efni, þar sem hann getur aldrei svarað fyrir nokkurt mál, svo vit virðist vera í. Nú orðið ber mest á borgarstjóranum á Gay Pride, þar sem hann sýnir borgarbúum innsýn í kjólasafn sitt og fer fremstur í Gleðigöngunni í þeim tilgangi að beina sem mestri athygli að sjálfum sér, en skyggja í leiðinni á megintilgang göngunnar, sem er að berjast fyrir jafnrétti samkynhneygðra og jafnvel annarra minnihlutahópa.
Ef til vill dreymir borgarstjórann um að breyta nafni dagsins í Gnarr Pride og gera hann að árlegum degi til hyllingar sjálfs sín. Af því tilefni er rétt að benda á orðabókarþýðingu orðsins Pride: "NAFNORÐ: stolt h.; dramb h.; stærilæti h.; hroki k.; mont h.; ofmetnaður k.; mikilmennska kv.; hátindur k.; hápunktur k.; ljónahjörð kv.;"
Þó samkynhneygðir hafi valið þetta nafn vegna fyrstu merkingar orðsins samkvæmt orðabókinni, þ.e. stolt, hvarflar að sú hugsun að þýðingarnar þar á eftir eigi betur við borgarstjórann.
![]() |
Borgaryfirvöld áminnt þrisvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.8.2011 | 14:04
Stýrivextir Seðlabanka Íslands og alvöru seðlabanka
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefur verið kallaður guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem fylgt hefur verið á Íslandi síðustu tuttugu ár, en grunnur að henni var lagður í tíð Más sem aðalhagfræðings bankans.
Már lét þau orð falla nýlega, að afar líklegt væri að stýrivextir seðlabankans yrðu hækkaðir við næstu vaxtaákvörðun, þ.e. nún í ágústmánuði. Um slíka mögulega vaxtahækkun segir Greiningadeild Arionbanka m.a: "Slík hækkun myndi hafa neikvæð áhrif á efnahagsuppbyggingu í landinu og þann brothætta bata sem framundan er. Þá yrði vaxtahækkun algjörlega á skjön við það sem er að gerast úti í heimi en biðstaða virðist vera á frekari vaxtahækkunum í Evrópu eftir hrun fjármálamarkaða síðustu daga."
Vaxtastefna Seðlabanka Íslands hefur reyndar verið algerlega á skjön við það sem þekkist í þróðuðum löndum og vextir á Íslandi hafa ekki getað flokkast undir neitt annað en okurstarfsemi. Þar sem flest lán eru verðtryggð ættu vextir af þeim alls ekki að vera hærri en 1,5-2%, en varla finnast lægri vextir af slíkum lánum sem lægri eru en 4% og upp í 8%, eða jafnvel meira. Slíkt vaxtaokur þekkist varla á byggðu bóli annarsstaðar en hér á landi.
Seðlabanki Bandaríkjanna lét þau boð út ganga í gær, að stýrivextir bankans yrðu í kringum 0% að minnsta kosti fram á árið 2013 og var sú yfirlýsing gefin til að örva bandaríska hagkerfið, auka fjárfestingu og minnka atvinnuleysi.
Seðlabanki Íslands og peningamálastjórnun Más Guðmundssonar gengur í þveröfuga átt, enda allar ráðstafanir bankans og ríkisstjórnarinnar til þess fallnar að draga úr hagvexti, minnka fjárfestingar og auka atvinnuleysi.
![]() |
Spá óbreyttum vöxtum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)