Öfgar eyða ekki tóbaksnotkuninni

Fáránlegt frumvarp Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri furðufugla á Alþingi um að sala á tóbaki verði einungis leyfð í apótekum og þá eingöngu gegn framvísun "lyfseðils" frá lækni, hefur að vonum vakið athygli erlendis og er ekki að efa að lesendur Guardian hafi legið í hláturkrampa í dag, eftir að hafa lesið umfjöllun blaðsins um þennan brandara.

Furðulegt má þó heita að blaðið skuli fjalla um málið núna, enda var það hlegið út af borðinu hér á landi strax og það var lagt fram, en að vísu segir margur brandarakallinn ennþá frá frumvarpinu, þegar hann vill vera verulega fyndinn.

Öfgar og vitleysa, eins og kemur fram í þessu svokallaða frumvarpi, leysa aldrei nokkurn vanda, en skapa hins vegar fjölda vandamála í stað þeirra sem þeim er ætlað að lækna, fyrir utan að upphaflega vandamálið helst yfirleitt óleyst.

Fram kemur í umfjöllun Guardian að fyrir tuttugu árum hafi 30% Íslendinga reykt daglega, en nú noti aðeins 15% landsmanna tóbak dags daglega. Þessi minnkun sýnir að fræðsla og áróður, á jákvæðum nótum, skilar sér í stórminnkaðri notkun tóbaks og því gjörsamlega glórulaust að láta sér detta aðra eins vitleysu í hug og Siv Friðleifsdóttir og ruglfélagar hennar létu sér sæma að bera fram á Alþingi og gera það með þeim formerkjum að mark yrði tekið á.

Alþingi ætti að sjá sóma sinn í að sinna nauðsynjamálunum almennilega og láta allan fíflagang lönd og leið.


mbl.is Guardian fjallar um tóbaksfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband