30.7.2011 | 14:59
Miđaldaréttarfar í Saudi Arabíu
Ţađ sem af er ţessu ári hafa ţrjátíuogsjö manns veriđ hálshöggnir í Saudi Arabíu fyrir ýmsa glćpi, sem dauđarefsing ligur viđ í landinu. Dauđarefsing er viđ lýđi allvíđa í heiminum ennţá, en óvíđa er beitt eins ómannúđlegum ađferđum viđ framkvćmd hennar eins og í Saudi Arabíu og fleiri löndum múslima. Ţar og víđar ţekkist einnig ađ grýta konur til bana, t.d. fyrir framhjáhald og of náin samskipti viđ karlmenn fyrir hjónaband.
Samkvćmt viđhangandi frétt liggur höfuđmissir viđ eftirtöldu: "Dauđarefsing liggur viđ nauđgunum, morđum, trúskiptum, vopnuđum ránum og fíkniefnasmygli samkvćmt sjaríalögum sem gilda í landinu." Eins og sést af ţessari upptalningu er ţađ einn versti glćpur, sem undir sjaríalög falla, ađ skipta úr múslimatrú yfir í önnur trúarbrögđ, t.d. kristni.
Múslimar, víđa á vesturlöndum, hafa krafist ţess ađ sjaríalög verđi látin gilda í ţeirra hverfum og samfélögum, t.d. í stórborgum Evrópu og sumir "víđsýnir" vesturlandabúar taka jafnvel undir ţađ, ađ sjálfsagt sé ađ innflytjendur fái ađ halda í allar sínar hefđir og viđhalda sinni "menningararfleifđ".
Kannski má búast viđ ţví ađ sjá "trúvillinga" og ađra glćpamenn hálshöggna á torgum evrópskra borga í framtíđinni.
![]() |
Ţrír hálshöggnir í dag |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
30.7.2011 | 10:24
Á flótta undan Jóhönnu og Steingrími J.
Sigurjón Benediktsson, tannlćknir, lýsir ţví yfir í Mogganum í dag ađ hann sé flúinn land vegna skattabrjálćđisins á Íslandi og hefur numiđ land í Noregi, ţar sem hann segir skattaumhverfiđ mun manneskjulegra en ţađ sé orđiđ hér á landi eftir rúmlega tveggja ára setu Jóhönnu og Steingríms J. í ríkisstjórn.
Steingrímur J. hefur lýst ţví yfir ađ skattar muni enn verđa hćkkađir á nćsta ári og jafnvel verđi einhverjir skattar hćkkađir strax á ţessu ári, t.d. eldsneytisskattarnir ţó ađ ríkisálögurnar á bensín og olíur séu nú ţegar ađ sliga bifreiđaeigendur og ţeir hafi orđiđ ađ draga verulega úr notkun bíla sinna.
Lćknar og ađrir, sem hafa menntun sem auđveldar ţeim ađ ráđa sig til vinnu erlendis, hafa flúiđ land í stórum hópum undanfarin tvö ár, bćđi vegna atvinnu- og launastefnu Jóhönnu og Steingríms J. og ekki síđur vegna ţeirra gengdarlausu skattahćkkana sem á hafa duniđ og hér er allt ađ drepa í dróma og ekki bćta úr skák endalausar hótanir ráđherra um áframhaldandi skattahćkkanabrjálćđi.
Ţetta getur ekki endađ međ öđru en ađ ríkisstjórnin fari frá völdum eđa ţjóđin yfirgefi landiđ.
![]() |
Flúđi til Noregs undan skattinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)