Sýnum samhug með mínútuþögn

Einnar mínútu þögn verður á slaginu tólf á hádegi, að staðartíma, á morgun í Noregi og Svíþjóð til að sýna samhug og sorg þjóðanna vegna hinna hræðilegu fjöldamorða í Osló og á Utöya, en líklegt er að á annað hundrað manns hafi þar týnt lífi sínu.

Íslendingar ættu að taka þátt í þessari athöfn með einnar míútu þögn á sama tíma, en það er þá klukkan tíu í fyrramálið að íslenskum tíma.

Norska þjóðin á alla okkar samúð vegna þessa ómennska atburðar og einfalt væri að sýna það í verki með því að allir leggi frá sér það sem þeir eru að aðhafast klukkan tíu í fyrramálið og hugsi til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og allrar norsku þjóðarinnar í eina mínútu.

Áhrifaríkast væri líklega að íslenska ríkisstjórnin gæfi út tilmæli í þessa veru. Það gæfi aðgerðinni aukið vægi að hún beitti sér fyrir málinu.


mbl.is Mínútuþögn í Noregi og Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfull í mannsmynd

Anders Behring Breivik er sannkallaður djöfull í mannsmynd, samviskulaus og siðblind skepna, sem virðist hafa gengið með hugmyndina að hryðjuverki sínu í maganum í mörg ár og verið að undirbúa verknaðinn markvisst unanfarna nokkra mánuði.

Hann gefur sig út fyrir að vera nasisti og var búinn að skrifa fimmtánhundruð síðna bók um hvernig hann vildi sjá Evrópu í framtíðinni, að því er virðist sína eigin útgáfu af "Mein Kampf" Hitlers, átrúnaðargoðs síns.

Breivik mun hafa viðurkennt að hafa staðið fyrir ódæðunum í Osló og Utöya, en þau hafi verið nauðsynleg til að vekja athygli á málstað hans um allan heim. Maður sem lítur með þeim hætti á fjöldamorð sín og sprengitilræði hlýtur að vera gjörsamlega ómennskur og eiga ekkert skylt við mannkynið, annað en útlitið eitt.

Gerðir svona ómenna eru óútskýranlegar í huga alls venjulegs fólks og þó þetta hljóti að vera skýrt dæmi um andlega brenglun af verstu tegund, þá hefur verið á það bent á blogginu, t.d. af Jóni Vali Jenssyni, að líklegast verði þessi skepna talin sakhæf og muni því fá fangelsisdóm og verða kominn aftur út í samfélagið, jafnvel áður en hann nær sextugsaldri.

Anders Behring Breivik er sannkallaður djöfull í mannsmynd.


mbl.is Vandlega undirbúin hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband