Sýnum samhug með mínútuþögn

Einnar mínútu þögn verður á slaginu tólf á hádegi, að staðartíma, á morgun í Noregi og Svíþjóð til að sýna samhug og sorg þjóðanna vegna hinna hræðilegu fjöldamorða í Osló og á Utöya, en líklegt er að á annað hundrað manns hafi þar týnt lífi sínu.

Íslendingar ættu að taka þátt í þessari athöfn með einnar míútu þögn á sama tíma, en það er þá klukkan tíu í fyrramálið að íslenskum tíma.

Norska þjóðin á alla okkar samúð vegna þessa ómennska atburðar og einfalt væri að sýna það í verki með því að allir leggi frá sér það sem þeir eru að aðhafast klukkan tíu í fyrramálið og hugsi til fórnarlambanna, aðstandenda þeirra og allrar norsku þjóðarinnar í eina mínútu.

Áhrifaríkast væri líklega að íslenska ríkisstjórnin gæfi út tilmæli í þessa veru. Það gæfi aðgerðinni aukið vægi að hún beitti sér fyrir málinu.


mbl.is Mínútuþögn í Noregi og Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér að ríkisstjórnin gæfi út tilmæli, það myndi ýta við mörgum og þá ekki síst atvinnurekendum  sem gætu stoppað vinnu þar sem fólk vinnur t.d við færibönd og þess háttar vinnu þar sem erfitt er að stoppa nema að til komi skipun frá atvinnurekanda

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Forsætisráðuneytið hefur loksins tekið við sér vegna þessa og sent frá sér tilkynningu, þar sem segir m.a:

"Ísland mun sýna norsku þjóðinni samstöðu með því að hafa einnar mínútu þögn á sama tíma sem er kl. 10:00 í fyrramálið að íslenskum tíma. Forsætisráðherrra hvetur alla Íslendinga til að sýna samhug sinn með þeim hætti."

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband