Verða íslenskir fjölmiðlar rannsakaðir?

Rannsóknir bresku lögreglunnar á fjölmiðlum, vegna öflunar frétta og upplýsinga með ólöglegum hætti, vefur sífellt utan á sig og nær orðið til fleiri dagblaða og lengra aftur í tímann en upphaflega var reiknað með.

Nokkur dæmi eru um að íslenskir fjölmiðlar hafi birt upplýsingar, sem ekki geta hafa komist í þeirra hendur nema með ólöglegum hætti og nægir í því sambandi að nefna tölvupósta Jónínu Ben. sem dæmi þar um. Oft hafa einnig birst fréttir í DV, sem vekja grun um að upplýsinga hafi verið aflað með vafasömum hætti.

Ætli íslensk lögregluyfirvöld fari ekki fljótlega af stað með svipaðar rannsóknir og nú fara fram í Bretlandi?


mbl.is Rannsókn vindur upp á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur stofnun eða fyrirtæki tekið á sig ábyrgð á glæpum starfsmanna?

Enn kemst áratuga gamalt kynferðisbrotamál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups og þáverandi sóknarprests, í fréttir og nú vegna samkomulags sem virðist hafa náðst um peningagreiðslur til fórnarlambanna.

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, eitt fórnarlambanna, sagði í útvarpsviðtali m.a: "Þetta er 33 ára barátta og það verður aldrei hægt að bæta það upp í peningum. Það er alveg á hreinu. Það er mikið frekar það sem snýr að kirkjunni, að hún taki ábyrgð og taki ábyrgðina af mínum herðum, sem skiptir máli. Þannig að upphæðin eða bæturnar eru alls ekki aðalmálið. Langt í frá."

Þarna kemur fram nokkuð sérstakt álit á ábyrgð kynferðisofbeldis.  Í fyrsta lagi er slíkt ofbeldi aldrei á ábyrgð fórnarlambsins og því getur slík ábyrgða aldrei hvílt á herðum þess og í öðru lagi er það áleitin spurning hvort stofnun eða fyrirtæki, sem kynferðisofbeldismaður eða ofbeldismaður annarrar gerðar, starfar hjá getur tekið á sig slíka ábyrgð.

Ábyrgðin hlýtur alltaf að vera ofbeldismannsins sjálfs og enginn annar á eða getur borið hana.  Að því leyti verður yfirlýsing Sigrúnar Pálínu að teljast nokkuð einkennileg, því hvorki hún sjálf eða kirkjan sem stofnun getur nokkurn tíma talist ábyrg fyrir glæpum Ólafs Skúlasonar.

Upphæð bótanna eru ekkert mál í þessu samhengi, segir Sigrún, og því ætti að vera hægt að ljúka þessum málum í eitt skipti fyrir öll, svo allir aðilar málsins geti farið að hugsa um önnur mál, enda glæpamaðurinn látinn og því miður ekki hægt að refsa honum með öðru en að gera málið heyrinkunnugt og að nafn hans tengist kynferðisofbeldi um ókomna tíð. 


mbl.is Ekki hægt að bæta tilfinningalegt tjón með fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband