8.6.2011 | 21:06
Steingrímur fyrir og eftir Icesave
Það var aldeilis annar tónn í Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, í ræðu hans við Eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi í kvöld en var fyrir nokkrum vikum, þ.e. fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um hvort ríkisstjórninni yrði veitt heimild til að selja íslenskan almenning í skattalegan þrældóm í þágu útlendra ofstopaþjóða.
Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði Steingrímur þjóðinni að samþykkti hún ekki þrælasamninginn færi allt á vonarvöl í landinu, lánshæfismat myndi lækka, AGS myndi ekki staðfesta fimmtu endurskoðun samstarfsáætlunarinnar um efnahagsmálin og þar með myndu sjóðurinn og norðurlöndin ekki afgreiða frekari lán til landsins, engar erlendar fjármálastofnanir myndu líta við íslendingum framar og fjárfestar myndu ekki svo mikið sem millilenda á Keflavíkurflugvelli og hvað þá fást til að fjárfesta svo mikið sem einn dollar í atvinnuuppbyggingu hérlendis.
Ekkert af þessum bölbænum Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar rættust, enda virðist þessir falsspámenn halda að þjóðin sé búin að gleyma svartagallsrausinu, því nú hefur blaðinu algerlega verið snúið við og í ræðu sinni í kvöld reyndi Steingrímur J. að sannfæra þjóðina um að erfiðleikar hennar við að framfleyta sér og greiða nauðsynlega reikninga, séu bara alls ekki fyrir hendi, heldur drjúpi nú smjör af hverju strái og gull og grænir skógar bíði þess að fólkið teygji út hendurnar til að meðtaka gnægtirnar.
Steingrímur J. er góður ræðumaður og munar ekkert um að skipta um málstað og afstöðu til málefna. Hann er jafn mælskur, hvaða boðskap sem honum dettur í hug að bjóða áheyrendum upp á hverju sinni.
Þjóðin veit hinsvegar nú orðið að ekkert er að marka það sem hann segir, hvorki þegar hann fer með bölbænirnar eða aðra og fallegri sálma.
![]() |
Fordæmir niðurrifsöfl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2011 | 14:32
Samdráttur í hagvexti?
Landsframleiðslan jókst um 2% á milli síðasta ársfjórðungs síðasta árs og þess fyrsta á þessu ári, sem skýrist alfarið með meiri sjávarafla. Þrátt fyrir það er helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar að draga úr hagkvæmni sjárvarútvegarins og fjölga veiðiskipum og sjómönnum sem ætlað er að sækja í takmarkaða veiðistofna, því engar áætlanir eru uppi um að auka veiðar umfram ráðleggingar Hafró.
Aðrar tölur voru einnig birtar, ekki síður athyglisverðar, en í fréttinni segir t.d: "Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni dróst einkaneysla saman um 1,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við síðasta fjórðung ársins 2010 og fjárfesting um 6,8%. Samneysla jókst hins vegar um 0,1%. Útflutningur dróst saman um 8,2% og innflutningur um 4,1% á sama tímabili."
Þrátt fyrir fagurgala ríkisstjórnarinnar um kreppulok og efnahagsbata, þá er samdráttur á öllum sviðum neyslu og fjárfestingar, NEMA Í SAMNEYSLUNNI, þ.e. útgjöldum hins opinbera, en þar er aukning um 0,1% á meðan t.d. einkaneysla dregst saman um 1,6%.
Það er sama hvar borið er niður, ríkisstjórnin fær falleinkun á öllum sviðum.
![]() |
2% hagvöxtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2011 | 10:28
Þrekvirki unnið með neyðarlögunum
Fréttin um að litlu hefði munað að kortafyrirtækin hefðu þurft að loka fyrir alla kortanotkun við bankahrunið haustið 2008, sýnir enn og sannar hvílíkt þrekvirki var unnið í hruninu af þáverandi ríkisstjórn, ráðuneytum, seðlabanka og ýmsum öðrum stofnunum, sem að björgunarstörfum unnu.
Eins og áður eru laun heimsins vanþækklæti, því í stað þess að þakka það sem vel var gert á þessum tíma keppast Vinstri grænir, Samfylkingin (sem þó var í ríkisstjórn) og annað óvandað fólk við að níða niður þá sem best stóðu sig í aðdraganda hrunsins og björguðu því sem bjargað varð, við þær ótrúlega erfiðu aðstæður sem uppi voru.
Hámarki náði niðurlæging smámenna á Alþingi með samþykktinni um að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm.
![]() |
Íhugað var alvarlega að loka fyrir kortanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)