4.6.2011 | 15:06
Pólitísk réttarhöld
Það, að saksóknari Alþingis hyggist reka mál Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. á hendur Geir H. Haarde á vefsíðu embættisins, gengur fram af flestum, enda nýnæmi að reka mál bæði í réttarsal og fyrir dómstóli götunnar.
Að Geir H. Haarde skuli einum vera stefnt fyrir Landsdóm og ákærður fyrir óljósar og matskenndar sakir, er hneyksli út af fyrir sig og líklega ekki við öðru að búast en að málareksturinn verði í samræmi við það.
Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman fyrr til þess að dæma um "glæpi" ráðherra og því alveg með ólíkindum að þegar það er svo gert, skuli það vera vegna pólitísks hefndarþorsta eintakra ofstækismanna, sem reyna þannig að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi.
Fordæmið hefur verið gefið og strax við næstu stjórnarskipti hlýtur að mega gera ráð fyrir að a.m.k. Jóhönnu Sigurðardóttur og alveg sérstaklega Steingrími J. verði stefnt fyrir Landsdóm vegna þeirra svika og óhæfuverka, sem þau hafa unnið gegn þjóðinni á þessu kjörtímabili.
Nægir að nefna Icesave og vogunarsjóðavæðingu bankanna á kostnað skuldugra heimila sem ástæðu til stefnu fyrir Landsdóm.
![]() |
Saksóknari tapað áttum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.6.2011 | 07:47
Ómarktækur seðlabanki
Seðlabankinn er sú stofnun sem á að halda utan um ýmsar tölulegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins og gefur jafnframt út spár um fjárhagslega framtíð þjóðarbúsins og afkomu þess.
Á undanförnum misserum hefur seðlabankinn sagt að erlendar skuldir þjóðarbúsins væru ekki hærri en svo, að jafnvel þó ríkissjóður tæki á sig stórkostlegar skuldbindingar vegna Icesave, þá væri staðan vel viðráðanleg og myndi ekki setja peningalega stöðu þjóðarinnar í neina hættu.
Reiknimeistarar seðlabankans eru þó ekki nákvæmari í útreikningum sínum en það, að þeir hafa vanmetið erlendu skuldastöðuna um tæplega 100%, eða eins og segir í fréttinni: "..að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins, að gömlu bönkunum undanskildum, voru til að mynda um 827 milljarðar á fjórða ársfjórðungi 2010 í stað þeirra 434 milljarða sem áður hafði verið gert ráð fyrir."
Svona skandall í útreikningum á lykiltölum í þjóðarbúskapnum myndi í öllum siðmenntuðum löndum leiða til afsagnar seðlabankastjórans og annarra lykilmanna bankans sem eiga að bera ábyrgð á trúverðugleika hans.
Héðan í frá verður að taka allt sem frá seðlabankanum kemur með mikilli varúð, enda ekki hægt að treysta neinu sem þaðan kemur, miðað við þetta hneyksli sem upp er komið vegna vitleysunnar um erlendu skuldirnar.
![]() |
Skuldir þjóðarbúsins mun hærri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)