30.6.2011 | 18:38
Allir sekir, nema stjórnendur BYRs?
Fyrrverandi framkvæmdastjóri á rekstrarsviði Landsbankans var í dag dæmdur af Héraðsdómi í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í bankahruninu, en að eigin sögn var millifærsla af erlendum reikningi bankans upp á 118 milljónir gerð til að bjarga bankanum frá því að tapa peningunum. Dómurinn féllst ekki á þessa skýringu og dæmdi því framkvæmdastjórann fyrrverandi sekan um fjárdrátt.
Ekki er langt síðan fyrrverandi ráðuneytisstjóri var dæmdur til svipaðrar refsingar fyrir að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar um stöðu Landsbankans og því selt hlutabréf sín í bankanum mánuði fyrir gjaldþrot hans. Ekki félls dómstóllinn á þær skýringar að ráðuneytisstjórinn hefði einungis búið yfir almennum upplýsingum um stöðu bankanna og dæmdi því ráðuneytisstjórann hart, ekki síst vegna þess að um opinberan starfsmann var að ræða.
Fyrir nokkrum dögum voru hins vegar nokkrir stjórnendur Byrs sparisjóðs sýknaðir af ákærum um að hafa misnotað aðstöðu sína til að fría sjálfa sig áhættu af hlutabréfaeign í sparisjóðnum, með því að selja bréfin og koma áhættunni yfir á fyrirtækið sjálft, sem enda tapaði 800 milljónum króna, að minnsta kosti, á þessu braski.
Þetta verður að teljast merkilegt misræmi í dómsniðurstöðum.
![]() |
Fundinn sekur um fjárdrátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
30.6.2011 | 14:10
Ótrúleg misnotkun launakerfis ríkisins
Hvað eftir annað er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, staðin að verki við brot á lögum, lagasniðgöngu, ósannsögli og hylmingu gagna þegar fyrirspurnum er beint til hennar á Alþingi.
Nú síðast gagnrýnir Ríkisendurskoðun hana harðlega fyrir að leyna upplýsingum um greiðslur fyrir "verktakastarfsemi" starfsmanna Félagsvísindadeildar HÍ í þágu ríkisstjórnarinnar, en Guðlaugur Þór Þórðarson hafði ítrekað reynt að pína þessar upplýsingar upp úr Jóhönnu, sem sífellt þverskallaðist við að veita þær.
Afar athyglisvert er að lesa eftirfarandi úr athugasemdum Ríkisendurskoðunar: "Ríkisendurskoðun segir jafnframt að bæta þurfi yfirsýn ráðuneyta um aðkeypta þjónustu og segir að notkun ráðuneyta á launakerfi ríkisins til greiðslu fyrir sérfræðiþjónustu orki tvímælis. Núverandi formleysi geri það að verkum að ekki sé hægt að veita fullnægjandi upplýsingar um óreglubundnar heildargreiðslur til sérfræðinga, þar sem þeir flokkist sem launþegar í bókhaldi ráðuneyta og á grundvelli upplýsingalaga sé ekki hægt að veita upplýsingar um launagreiðslur ráðuneyta til einstakra starfsmanna."
Svona vinnubrögð við að reyna að fela raunverulegar verktakagreiðslur sem launagreiðslur í launakerfi ríkisins gera meira en að orka tvímælis, þær hljóta nánast að flokkast undir bókhalds- og skjalafals í þeim eina tilgangi að fela upplýsingar um greiðslur til verktaka innan um upplýsingar um laun starfsmanna og gera þar með erfiðara að hafa nokkra heildaryfirsýn yfir greiðslurnar, hvorki launagreiðslur né verktakagreiðslur.
Þetta er algerlega óásættanlegar bókhaldsbrellur og tregða Jóhönnu til upplýsingargjafar um þessi mál og önnur aðeins enn ein fjöður í lagabrota- og leyndarhjúpsferil hennar.
Sá ferill ætti fyrir löngu að hafa leitt til afsagnar hennar og reyndar ríkisstjórnarinnar allrar.
![]() |
Vinnubrögð gagnrýnd harkalega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)