3.6.2011 | 16:32
Ótrúleg handarbakavinna í kvótamálunum
Mánuðum og misserum saman hafa frumvörp um fiskveiðistjórnun og veiðiheimildir velkst á milli stjórnarflokkanna, án þess að nokkurt raunverulegt samkomulag hafi náðst um útfærslur þessara mála.
Í algerri örvæntingu vegna komandi þingloka samþykkti stjórnin svo að sjávarútvegsráðherra skyldi leggja frumvörpin fyrir þingið, en með fylgdu yfirlýsingar ýmissa stjórnarþingmanna um að þau væru aðeins lögð fram til umræðu og umfjöllunar í þinginu og nefndum þess og þar yrði þau lagfærð og þeim breytt í viðunandi og nothæft form.
Málin eru lögð fram án þess að nokkur úttekt hafi verið gerð á áhrifum þeirra á sjávarútveginn sjálfan og hvað þá þjóðarhag, en fyrstu viðbrögð bæði samtaka útgerðarmanna og sjómanna sýna svart á hvítu efasemdirnar um hagkvæmnina og greinilega verður engin sátt í þjóðfélaginu um þær útfærslur, sem frumvörpin gera ráð fyrir.
Í fréttinni segir m.a: "Jón mælti fyrir frumvarpinu án þess að hagfræðinganefnd, skipuð af ráðherranum vegna málsins, hafi verið búin að skila af sér áliti nefndarinnar."
Burtséð frá áliti fólks á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hljóta allir að viðurkenna að svona vinnubrögð séu algerlega forkastanleg og óboðleg.
![]() |
Álit nefndar í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2011 | 13:57
Bíræfnir hvalaskoðunarmenn
Það verður að teljast ótrúleg ósvífni af samtökum hvalaskoðunarfyrirtækja að taka upp formlegt samband við Alþjóðlega dýraverndunarsjóðinn (IFAW) í því skini að berjast gegn annarri atvinnugrein í landinu.
Í fréttinni segir þetta m.a: "IFAW mun taka höndum saman með Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, Icewhale, og hvetja ferðamenn til að fara í hvalaskoðunarferðir en sleppa því að leggja sér hvalkjöt til munns á veitingastöðum."
Að ein atvinnugrein skuli taka höndum saman við erlend samtök um að berjast gegn bæði hvalveiðum og neyslu hvalaafurða á veitingastöðum landsins, er svo yfirgengilegt að íslenskur almenningur verður að berjast gegn slíkum yfirgangi og öfgum.
Hvalveiðar, hvalaskoðun og neysla hvalkjöts getur vel farið saman og hefur það sannast t.d. við Reykjavíkurhöfn, þar sem veitingahús bjóða upp á hvalkjöt við bryggjusporðinn þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin stunda sína starfsemi. Ferðamönnum þykir forvitnilegt að sjá hvalina úti á rúmsjó og smakka síðan afurðirnar þegar í land er komið.
Nóg er um öfgarnar í þessu þjóðfélagi, þó einstakar atvinnugreinar taki ekki upp samstarf við erlenda aðila og lýsi yfir stríði við aðrar greinar atvinnulífsins, þar á meðal þau fyrirtæki sem þjónusta viðskiptavini hvalaskoðunarfyrirtækjanna.
![]() |
Ferðamenn skoði hvali en borði þá ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)