Siðlausir Vinstri grænir

Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fordæma siðleysi þeirra þingmanna sem samþykktu að stefna Geir H. Haarde, einum ráðherra, fyrir landsdóm, væntanlega til að svara til saka fyrir misgjörðir banka- og útrásargengja í aðdraganda hrunsins.

Í skoðanakönnuninni kom í ljós að meirihluti stuðningsmanna allra flokka, annarra en VG, fordæma þennan gjörning þingmannanna, en mikill meirihluti stuðningsmanna VG styður hins vegar þessa pólitísku atlögu að ráðherranum fyrrverandi.

Þessi könnun vekur upp þá spurningu hvort kjósendur VG séu siðblindari en annað fólk.


mbl.is „Keisarinn er í engum fötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pantaðar skattahækkatillögur frá AGS

Sú var tíð, þ.e. áður en "fyrsta hreina og tæra vinstri velferðarstjórnin" var mynduð, að Steingrímur J. líkti samstarfinu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn nánast við landráð og sagði það myndi verða sitt fyrsta verk, kæmist hann í ríkisstjórna, að rifta öllu samstarfi við sjóðinn um leið og hann segði Bretum og Hollendingum að éta það sem úti frysi vegna Icesave, enda væru það engu minni landráð að ætla að láta kúga sig til samninga vegna þeirrar kröfu, sem Steingrímur sagði réttilega, að þjóðinni kæmi ekkert við.

Eitt fyrsta verk Steingríms J. eftir að hann komst svo í stjórn var að senda vini sína og lærimeistara, Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson, til "samningaviðræðna" við Bretana og Hollendingana, en þeir nenntu að vísu ekki að hafa málið hangandi yfir sér og samþykktu því allar ýtrustu fjárkúgunarkröfur hinna erlendu efnahagskúgara og fannst alveg sjálfsagt að selja Íslendinga í skattalegan þrældóm til margra ára, vegna krafna sem þeim komu ekki við.

Núorðið og næst á efir Bretum og Hollendingum hefur AGS verið í mestu uppáhaldi hjá Steingrími J., enda fór hann þess sérstaklega á leit við sjóðinn, að sérfræðingar hans, væntanlega í samráði við Indriða H., legðu fram hugmyndir um allar þær skattahækkanir sem þeim gæti dottið í hug, svo hægt væri að leggja á nýja og fjölbreyttari álögur á Íslendinga, en jafnvel Vinstri grænum gæti dottið í hug.

Nú liggja þessar pöntuðu skattahækkanahugmyndir fyrir og Steingrímur J. fagnar ákaft og boðar "heildarendurskoðun skattkerfisins".

Óhug setur að almenningi við slíkar hótanir úr ranni "velferðarstjórnarinnar".


mbl.is Matarskattur til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband