19.6.2011 | 22:37
Hverju lofaði Ögmundur um vegagerð?
Aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, halda því fram að Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, hafi lofað í tengslum við undirritun kjarasamninganna 5. maí s.l, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að ráðist yrði í flýtiframkvæmdir í vegagerð til að skapa verktökum aukin verkefni og þar með minnkun atvinnuleysis í þeirri atvinnugrein.
Ögmundur hafði áður, þ.e. í fyrrahaust, boðað aukningu vegaframkvæmda í nágrenni Reykjavíkur, sem fjármagnaðar skyldu með sérstökum vegatollum, en þeim fyrirætlunum var mótmælt kröftuglega af skattgreiðendum, sem fengið hafa meira en nóg af skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar.
Vegna þessara mótmæla gegn sífellt nýjum sköttum á bifreiðaeigendur og aðra skattgreiðendur segist Ögmundur vera hættur við alla þá vegagerð, sem hann hafði áður áætlað að láta ráðast í með auknu skattaæði. Nú segir hann að málin "fái að þroskast hægar" og ekkert sé ákveðið um vegagerð á þessu ári og því næsta. Það muni bara koma í ljós með tíð og tíma.
Upplýsa verður hvort og þá hverju Ögmundur og ríkisstjórnin lofuðu varðandi atvinnumál í sambandi við kjarasamningana, bæði um vegagerð og önnur atvinnuskapandi verkefni, sem á könnu ríkisstjórnarinnar eru og eiga að vera.
Ekki geta báðir aðilar, þ.e. aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin, verið að segja þjóðinni ósatt.
Staðreyndirnar hljóta að verða lagðar á borðið áður en ákvörðun um ógildingu þriggja ára kjarasamninga verður tekin á þriðjudaginn kemur.
![]() |
Hreinskiptinn fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2011 | 12:18
Eru íslensk stjórnvöld að gera eitthvað í þessum málum?
Svíar hafa hrundið af stað rannsókn á þvínguðum, eða fyrirfram ákveðnum hjónaböndum í Svíþjóð og greiðslum fyrir brúðirnar, en því hærri sem heimanmundurinn er, því erfiðara fyrir konurnar að losna úr slíkum hjónaböndum síðar, hversu viljugar sem þær kynnu að vera til þess.
Í fréttinni er t.d. vitnað til orða jafnréttisráðherra Svíþjóðar: "Nyamko Sabuni segir að ríkisstjórnin hafi reynt að berjast gegn heiðursmorðum á þremur sviðum, með upplýsingagjöf, lagasetningu og vernd fyrir fórnarlömbin. 10.000 lögreglumenn hafa verið fræddir um heiðursofbeldi en einnig fólk sem sinnir félagslegri aðstoð eða kemur að skólamálum. Þá hefur ungt fólk fengið fræðslu um réttindi sín."
Erlendum ríkisborgurum og innflytjendum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár, þar á meðal múslimum, en heiðursmorð eru einkum drýgð í nafni þeirrar trúar og því sjálfsagt einungis tímaspursmál hvenær slík mál koma upp hér, sem annarsstaðar.
Þó nú ríki sá pólitíski rétttrúnaður að helst enga trúarbragðafræðslu megi viðhafa í skólum og þá allra síst fræðslu um þá trú, sem iðkuð hefur verið í landinu nánast frá landnámi og siðir, venjur og lög landsins byggja á, verður að vera hægt að ætlast til að lögreglumönnum, kennurum og starfsfólki velferðarþjónustunnar séu kynnt þessi hætta og þá ekki síður hinum erlendu konum um hvert þær geti snúið sér, verði þær fyrir ofbeldi ættingja sinna eða hótunum og áreytni trúarleiðtoga.
Eru íslensk stórnvöld á verði fyrir þessari vá, sem vafalaust mun skjóta upp kolli sínum hér fyrr eða síðar?
![]() |
Svíar rannsaka þvinguð hjónabönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)