Slúðurberi á Alþingi

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er búinn að festa sig í sessi sem mesti slúðurberi sem nú situr á Alþingi og spurning hvort nokkurn tíma hafi setið þar þingmaður, sem stundað hefur jafn lágkúrulegan og ómerkilegan málflutning og Björn Valur.

Málflutningur Björn Vals gengur iðulega út á að gefa í skyn að þingmenn annarra flokka séu nánast glæpamenn og mútuþegar og nú þegar rök þrýtur hjá honum varðandi breytingar á kvótakerfinu grípur hann til þeirra vopna sinna að ásaka bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk um að vera nánast á launum frá útgerðarmönnum og jafnvel ekki annað en senditíkur "útgerðarauðvaldsins".

Svona málflutningur þykir aumkunnarverður hjá nafnlausum bloggurum og þingmaður kemst varla á lægra plan, en að taka þátt í slúðri og mannorðmorðum, sem ekki fáir ef nokkrir vilja tengja sig við á blogginu.

Allur þessi málatilbúnaður er Birni Vali til háborinnar skammar og verður honum síst til framdráttar, ætli hann að halda áfram í stjórnmálum eftir næstu kosningar, sem vonandi verða fljótlega.


mbl.is „Sagan samofin kvótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband