Slúðurberi á Alþingi

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er búinn að festa sig í sessi sem mesti slúðurberi sem nú situr á Alþingi og spurning hvort nokkurn tíma hafi setið þar þingmaður, sem stundað hefur jafn lágkúrulegan og ómerkilegan málflutning og Björn Valur.

Málflutningur Björn Vals gengur iðulega út á að gefa í skyn að þingmenn annarra flokka séu nánast glæpamenn og mútuþegar og nú þegar rök þrýtur hjá honum varðandi breytingar á kvótakerfinu grípur hann til þeirra vopna sinna að ásaka bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk um að vera nánast á launum frá útgerðarmönnum og jafnvel ekki annað en senditíkur "útgerðarauðvaldsins".

Svona málflutningur þykir aumkunnarverður hjá nafnlausum bloggurum og þingmaður kemst varla á lægra plan, en að taka þátt í slúðri og mannorðmorðum, sem ekki fáir ef nokkrir vilja tengja sig við á blogginu.

Allur þessi málatilbúnaður er Birni Vali til háborinnar skammar og verður honum síst til framdráttar, ætli hann að halda áfram í stjórnmálum eftir næstu kosningar, sem vonandi verða fljótlega.


mbl.is „Sagan samofin kvótakerfinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel Jóhann Axelsson ég tel það nú frekar aumkunnarvert að standa að "slúðri og mannorðsmorðum" gegn þingmanni sem tjáir sín skoðun á málefnum - en sjálfsagt ekki við öðru að búast frá bloggurum sjálfstæðisflokksins þegar ekki er hægt að verja málstaðinn,þá er hjólað í manninn.
"Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast."

árni aðalsteinsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í þessu máli, hljóta að koma til umræðu innan þeirra, sé það virkilega svo að þeir þingflokkar hafi einhver áhuga á að bæta þingstörfin.

Báðir þingflokkarnir hleyptu þessu máli inn í þingið, í bullandi ágreiningi sín á milli og innbyrðis, á síðustu dögum þingsins. Köstuðu því fram þegar að þeir voru orðnir uppiskroppa með skiptimynt í þeim hrossakaupum, sem á milli flokkanna hafa verið vegna málsins í allan vetur.

Hefði það verið svo að sátt hafi verið um bæði frumvörpin í stjórnarflokkunum, þá hefðu þau að sjálfsögðu, illu heilli, orðið að lögum. Enda er jú starfandi meirihlutastjórn í landinu ekki satt.

Hvað Björn Val varðar, þá hefði hann með ósekju mátt get þess, afhverju í ósköpun hann treysti sér ekki til þess að vera á nefndaráliti frá þessum nefndarformanni, sem hann sér vart sólina fyrir í augnablikinu.

En svo má líka hugsa til þess, hver var formaður nefndarinnar á áður en núverandi formaður tók við. Sá sem var heitir Atli Gíslason. Það væri því alveg á pari við Björn Val, að hann hefði í framhjáhlaupi notað tækifærið fyrst hann var nú sestur við tölvuna, að kasta smá skít í Atla G. í leiðinni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.6.2011 kl. 16:00

3 Smámynd: Hermann

Björn Valur sagði einfaldlega eitthvað sem allir vita, er það ekki satt ?

Hermann, 13.6.2011 kl. 16:46

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það kallast varla "að hjóla í manninn" þó bent sé á að málflutningur hans einkennist oftast af slúðri og glæpaásökunum á samþingmenn sína úr öðrum flokkum.

Málflutningur hans fellur hins vegar í jarðveg álíka hugsandi smámenna og þá ekki síst þeirra, sem skammast sín svo mikið fyrir sjálfa sig, að þeir þora ekki að koma fram undir nafni, en ausa hinsvegar skít í allt og alla undir nafnleysi, eða dulnefni, eins og t.d. "Hermann".

Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2011 kl. 16:56

5 identicon

Það er tvær góðar reglur sem hægt er að hafa bak við eyrað þegar skoðanir eða niðurstöður BVG eru metnar og túlkaðar.

1. Ef hann segir að A sé rétt niðurstaða þá er næstum öruggt að A er röng niðurstaða

2. Ef hann segir að B sé röng niðustaða þá er næstum öruggt að B er rétt niðurstaða

Ég get ekki annað en fundið til með þeim sem ljáðu honum atkvæði sín og komu honum inn á þing.

Björn (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 17:35

6 identicon

BVG er einhver ómálefnalegsti þingmaður sem situr og setið hefur á þingi í langan tíma. Hann er svona "púströrið" á SJS og VG. Ef hann fer ekki beint í persónulegar svívirðingar um samstarfsfólk sitt á þingi, þá ræðst hann með slagorðum og skítkasti að skoðunum þeirra og flokkum.

Hann er kjósendum sínum til skammar á Alþingi og í fjölmiðlum.

Sveinn Úlffarsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 18:16

7 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Rosalega verður gaman þegar kosningar verða ég gét ekki beðið ....

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 14.6.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband