10.6.2011 | 21:56
RíkisÓstjórn í fiskveiðimálunum
Annað eins rugl hefur varla sést á dapurlegum líftíma núverandi ríkisstjórnar og frumvörpin um stjórn fiskveiða, sem þó voru misserum saman í undirbúningi, ef undirbúning skyldi kalla. Það eina sem kemst nálægt þessum skandal á Alþingi, er samþykktin um að stefna Geir H. Haarde, einum manna, fyrir Landsdóm og svo þríendurteknar samþykktir þingsins á þrælalögunum um Icesave.
Við umfjöllun Sjávarútvegsnefndar Alþingis gerðurst þau einstæðu tíðindi, að hver einasti aðili, sem álit lét í ljós á frumvörpunum, mótmælti þeim harðlega og fann þeim allt til foráttu. Aldrei áður hefur myndast önnur eins samstaða gegn nokkru frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og er þó nóg af óvönduðum lagafrumvörpum að taka.
Upphaf viðhangandi fréttar segir nánast allt sem segja þarf um þennan einstaka fáránleika á þingi: "Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar og liðsmaður Vinstri grænna, var eini nefndarmaðurinn af alls níu sem studdi skilyrðislaust minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar það var afgreitt úr nefnd á Alþingi í kvöld."
Upplausnin í stjórnarliðinu vegna þessa máls er algjör. Þetta er í raun allt of mikið alvörumál til að hlægjandi sé að því, né að hægt sé að hafa það í flimtingum.
Þetta mál verður líklega til þess að Jóhönnu Sigurðardóttur verður að þeirri ósk sinni, að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
![]() |
Stjórnarþingmenn ósammála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2011 | 20:20
Ekki meira, ekki meira, Sigrún
Nokkrar konur, með Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur í fararbroddi, sem ásökuðu Ólaf Skúlason, fyrrverandi biskup, um kynferðislegt áreiti fyrir allt að þrjátíu árum og fengu þær ekki viðurkenndar sem sannar fyrr en fyrir nokkrum árum síðan, hafa nú fengið enn eina viðurkenningu á málstað sínum með niðurstöðu sérstakrar rannsóknarnefndar sem þjóðkirkjan skipaði til að fara yfir alla meðhöndlun kirkunnar manna á erindum kvennanna.
Flestir myndu nú telja að með þessari niðurstöðu væru málin komin á endastöð, enda hafa konurnar í raun fengið allar sínar kröfur uppfylltar varðandi viðurkenningu á réttmæti ásakana sinna, Ólafur látinn fyrir nokkrum árum og í raun ekkert fleira sem hægt er að gera í málunum.
Ein kvennanna, þ.e. Sigrún Pálína, virðist hins vegar vera komin í einhverskonar stríð við þjóðkirkjuna sem stofnun og henni duga engar viðurkenningar eða rannsóknarniðurstöður. Næst á dagskrá hjá henni er að krefja biskupinn og sóknarprestinn í dómkirkjunni um tugmilljóna skaðabætur fyrir að viðurkenna ekki hvað var sagt og ekki sagt á fundir þeirra og Sigrúnar fyrir mörgum árum síðan.
Líklegt er að stuðningur almennings við málstað þessara kvenna fjari út, ef halda á áfram ásökunum á nýja og nýja presta, fyrir nýjar og nýjar sakir, ásamt tugmilljóna peningakröfum.
Nú er mál að linni.
![]() |
Biskup segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2011 | 12:03
Hvaða Íslendinga er ESA að tala um?
ESA segir í áliti sínu um Icesaveskuldina, að "Íslendingar" hafi þrjá mánuði til að greiða Bretum og Hollendingum innistæðutrygginguna og geri "þeir" það ekki verði "þeim" stefnt fyrir Eftadómstólinn.
Samkvæmt tilskipunum ESB var engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta og því ekki annað að sjá en embættismenn ESA séu stirðlæsari og hafi jafnvel minni lesskilning en flestir aðrir úr því að þeir virðast blanda ríkissjóði inn í málið.
Ekki kemur fram í áliti embættismannanna hvað Íslendinga þeir eiga nákvæmlega við, sem þeir ætlast til að greiði innistæðutrygginguna, t.d. hvort þeir meina mína kennitölu eða kennitölu gamla Landsbankans, sem stofnaði til þessara innlánsreikninga, sem málið snýst um, en ég persónulega kom ekki nálægt.
Þetta álit embættismanna ESA er auðvitað að engu hafandi og fari svo að þeir álpist til að stefna málinu fyrir EFTAdómstólinn, þá er enginn vafi að mín kennitala og annarra Íslendinga mun verða sýknuð af allri kröfugerð, en afar líklegt er að dómur falli gamla Landsbankanum í óhag.
Þegar að því kemur mun slitastjórn bankans væntanlega taka upp samninga við Breta og Hollendinga um hvernig og á hve löngum tíma dóminum verður fullnægt.
![]() |
Þriggja mánaða Icesave-frestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)