26.5.2011 | 20:02
Ríkisstjórnin og Icesavelögin frá 2009
Fjárlaganefnd Alþingis hefur fyrir sitt leyti samþykkt að leggja til að frumvarp Framsóknarflokksins um að lögin frá 2009 þar sem Svavarssamningurinn um þrælasölu íslenskra skattgreiðenda til Breta og Hollendinga var staðfestur.
Sem betur fer fyrir þá sem þrældóminn fyrir erlendu húsbændurnar áttu að þola, neituðu Bretar og Hollendingar að samþykkja þá fyrirvara sem Alþingi setti fyrir þeirri hámarksánauð, sem á bandingjana mætti leggja á afnotatíma hinna erlendu húsbænda á þeim.
Steingrímur J. hefur marg oft undanfarna daga harmað að þessi þrælasamningur skyldi ekki samþykktur fyrirvaralaust, enda ekki líklegt að hann hefði kostað skattgreiðendur "nema 70 milljarða króna". Fáir, ef nokkrir aðrir en Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, eru sammála ráðherranum í þessu efni, enda skilja fáir hugsanagang Steingríms J. og má til viðbótar við afstöðuna til þrælahaldsins nefna ummæli hans um að enginn eignabruni hafi orðið eftir hrun hjá "venjulegu fólki".
Þessi undarlega afstaða ráðherrans speglast einnig í þeirri staðreynd að hvorki hann eða ríkisstjórnin hefur látið sér detta í hug að leggja fram frumvarp til laga, sem afnema myndu smánarlögin um Icesave frá 2009.
Það segir mikla sögu að slíkt frumvarp skuli stjórnarandstöðuflokkur þurfa að leggja fram.
![]() |
Icesave-lögin frá 2009 verði felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2011 | 17:06
Króna, Drakma, Evra
Allir helstu efnahagssérfræðingar og Árni Páll, viðskiptaráðherra, að auki, viðurkenna að sjálfstæður gjaldmiðill hafi bjargað því sem bjargað varð við bankahrunið í október 2008 og hafi í raun bjargað því að ekki varð algert efnahagslegt hrun hér á landi í framhaldinu, en nægir eru þó erfiðleikarnir samt.
Einstaka Samfylkingarmaður hefur þó reynt að halda því fram, að afleiðingar hrunsins hefðu orðið minni hefðu Íslendingar haft evruna sem gjaldmiðil, en sú röksemd varð þó að engu þegar fjárhagserfiðleikar hvers evruríkisins á fætur öðru urðu óyfirstíganlegir og ESB, Seðlabanki Evrópu og AGS þurftu að ausa stjarnfræðilegum upphæðum til björgunarstarfa í þessum ríkjum. Nægir að nefna Grikkland, Írland, Spán og Portúgal í þessu sambandi, en fleiri evruríki eiga eftir að bætast í þennan hóp innan tíðar.
Fram að þessu hafa forystumenn ESB algerlega hafnað því, að björgunaraðgerðir einstakra ríkja gætu falist í því að ríkin segðu sig frá evrunni og tækju upp sinn eigin gjaldmiðil til þess að eiga möguleika á að bjarga efnahag sínum frá endanlegu hruni.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur séð sig knúna til að tjá sig opinberlega um gjaldmiðil Grikklands vegna fjárhagserfiðleika landsins og sagði m.a: "Sá möguleiki að Grikkland yfirgefi evruna er núna á borðinu sem og leiðir til þess að framkvæma það. Annað hvort náum við samkomulagi við skuldunauta okkar um áætlun sem fela mun í sér erfiðar fórnir eða við tökum aftur um drökmuna."
Að sjálfögðu þýðir þetta á mannamáli, að annaðhvort afskrifi lánadrottnar skuldir gríska ríkisins svo um muni, að öðrum kosti neyðist Grikkir til að taka upp sinn gamla gjaldmiðil, sem þeir geti sjálfir gengisfellt að þörfum eigin hagsmuna, en ekki eftir hagsmunum Þýskalands og Frakklands.
Hvenær ætli íslenskir ESB og evrusinnar sjái ljósið?
![]() |
Grikkir gætu þurft að hætta með evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)