15.4.2011 | 19:58
Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamninga
Nú er að koma í ljós það sem margir óttuðust, að ríkisstjórninni er að takast að eyðileggja möguleikana á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum til þriggja ára og viðhalda þannig óvissu um nýja atvinnuuppbyggingu og minnkun atvinnuleysis.
Ríkisstjórnin hefur barist með ótrúlegu þolgæði gegn öllum þeim atvinnutækifærum sem mögulegt hefði verið að koma af stað við eðlilegar aðstæður og nægir þar að nefna byggingu nýrra fyrirtækja á Suðurnesjum og við Húsavík, ásamt þeim virkjanaframkvæmdum sem þeim framkvæmdum hefði fylgt.
Sjávarútvegurinn hefur verið í algerri óvissu vegna innbyrðis ósamkomulags innan og milli stjórnarflokkanna og í þeirri grein hefur ríkt alger stöðunum og öllum framkvæmdum verið slegið á frest, enda hefur enginn hugmynd um hvaða rekstrarskilyrði atvinnugreininni verður boðið að starfa við á næstunni.
Við þær aðstæður sem ríkja í stjórnarfari landsins dettur engum í hug að hægt sé að ganga frá kjarasamningum til langs tíma og er það með ólíkindum að ríkisstjórn nokkurs lands skuli berjast gegn kjarasamningagerð með þvílíku offorsi sem íslenska ríkisstjórnin gerir nú.
Vonandi verður ríkisstjórnin fallin og ný tekin við, þegar þráðurinn verður tekinn upp á ný við gerð samninga, svo launþegar fái langþráðar kjarabætur og nýtt hagsældartímabil geti hafist.
![]() |
Reyna að ná skammtímasamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
15.4.2011 | 15:05
Stórhættuleg afskipti þingmanna
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Landsvirkjunar, Samfylkingarkona og einkavinur Jóhönnu, varar eindregið við því að ríkisstjórnin og alþingismenn fari að skipta sér af rekstri Landsvirkjunar og taki í sínar hendur að ákveða hvar og hvenær verði virkjað og enn frekar að ætla sér að ákveða í hvaða landshlutum iðnfyrirtæki verði starfrækt.
Slíkar hugmyndir stjórnmálamanna telur hún stórhættulegar rekstri fyrirtækisins, trúverðugleiki þess og lánshæfi hverfi eins og dögg fyrir sólu, enda vita allar fjármála- og lánastofnanir heimsins að slík "byggðastefna" gengur hvergi upp og skapar aldrei störf til langs tíma, enda hugsa stjórnmálamenn eingöngu um eigið endurkjör á fjögurra ára fresti, en ekki langtímahagsmuni lands og þjóðar.
"Byggðastefna" sem hefur byggst á því að ríkið hafi ætlað sér að hafa forgöngu um atvinnuuppbyggingu á ákveðnum svæðum hér á landi hafa aldrei gengið upp og nægir að benda á hörmungarsögu Byggðastofnunar í því sambandi. Núverandi ríkisstjórn lofaði í Stöðugleikasáttmálanum að liðka til fyrir uppbyggingu stóriðju á Reykjanesi og sveik það loforð jafnharðan. Stjórnin hélt ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum og lofaði þar mikilli atvinnuuppbyggingu, sem helst átti að byggjast á stofnun herminjasafns, en ekkert hefur frést af þeim áformum síðan.
Nýlega fundaði stjórnin á vestfjörðum og lofaði þar gulli og grænum skógum til handa heimamönnum og munu þeir ekki vera búnir að jafna sig ennþá á því áfalli, enda vandamálin sem við er að glíma í landsfjórðungnum næg, þó ekki bætist svikalisti ríkisstjórnarinnar þar við.
Farsælast er að láta atvinnulífið og fyrirtækin sjálf komast að niðurstöðu um það hvar hagkvæmast er að byggja upp atvinnustarfseminga og þar ráði eingöngu hagkvæmni og arðsemi förinni.
Það mun verða þjóðfélaginu farsælast og þá ekki síst launþegum sem með því geta reiknað með stöðugri og varanlegri atvinnu.
![]() |
Ríkið haldi sig frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2011 | 12:53
Ánægja með skattahækkanabrjálæðið
Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, lýsti yfir ánægju sinni á fundi nefndarinnar með það, að Ríkisendurskoðun hefði staðfest að skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarinnar hefið skilað þeim tekjum sem stefnt var að á síðasta ári.
Þetta eru auðvitað mikil gleðitíðindi fyrir þá skattaóðu ríkisstjórn sem situr í landinu, enda auðveldasta leið ráðalausra þingmanna út úr vandamálunum, að velta þeim einfaldlega yfir á skattgreiðendur sem sí og æ verða að skera niður heimilútgjöld sín, þar með talin matarinnkaup, til þess að standa undir skattpíningunni.
Launþegar landsins munu ekki gleðjast eins innilega og Helgi Hjörvar yfir skattageggjunninni, sem er að sliga heimili landsins og er þá ekki eingöngu verið að tala um tekjuskattana.
![]() |
Áætlun um tekjuauka gekk eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2011 | 10:46
Dapurleg frétt sem minnir á ríkisstjórnina
Þetta er afar sorgleg frétt sem hér birtist á mbl.is af áströlskum brúðguma, sem vegna andlegra veikinda sinna réðs á brúði sína á leið til brúðkaupsveislu þeirra og misþyrmdi henni illilega. Þrátt fyrir sín andlegu veikindi var maðurinn dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar og þannig látinn gjalda verknaðar síns.
Þrátt fyrir að ljótt sé að hafa slíkar fréttir í flimtingum, þá skaust ásandið á ríkisstjórnarheimilinu íslenska óneitanlega strax upp í hugann við lestur fréttarinnar, enda verknaðarlýsingin svipuð því, að verið væri að lýsa ástandinu hjá ríkisstjórninni, sem slegist hefur og rifist frá fyrsta degi, með þeim afleiðingum að báðir stjórnarflokkarnir eru í flakandi sárum og þó VG öllu verr kominn, enda nánast í andarslitrunum.
Ástralsku brúðhjónin munu strax hafa skilið í kjölfar þessa hörmulega atburðar.
Íslenska ríkisstjórnin ætlar hins vegar að þrauka sitt stormasama samband, allt þar til dauða.
![]() |
Brúðgumi réðst á brúði sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)