12.4.2011 | 15:52
Hortug Jóhanna - eins og venjulega
Jóhanna Sigurðardóttir fagnaði vantrauststillögunni á ríkisstjórnina ákaflega í þinginu í dag, enda sagði hún tillöguna þjappa stjórnarflokkunum saman og þar með myndi stjórnin jafnvel styrkjast nógu mikið til að koma einhverju máli í gegn um þingið á næstu vikum og mánuðum.
Þessi yfirlýsing Jóhönnu var auðvitað fyrst og fremst beint að "villiköttunum" í VG, en sú spurning vaknar reyndar hvort svona ögranir virkji ekki öfugt þegar til kemur, eins og fór með ógnar- og hræðsluáróður stjórnarinnar gegn þjóðinni vegna þrælalaganna.
Annað sem kemur fram í fréttinni er ekki minna áhugavert, en það er eftirfarandi klausa: "Hún sagði jafnframt, að með því að krefjast nýrra kosninga væri formaður Sjálfstæðisflokksins að kalla eftir pólitískri upplausn í landinu á erfiðum tímum. Framundan væru erfiðar viðræður í kjarasamningum og það skipti miklu fyrir uppbyggingu atvinnulífsins og efnahagsþróun á næstu árum hvernig þeim viðræðum lyktaði."
Eftir hrunið á haustdögum 2008 ráðlögðu allir sérfræðingar, innlendir sem erlendir, að ekki yrði bætt við þann efnahagslega glundroða sem hrunið olli með pólitískri upplausn og þingkosningum.
Samfylkingin hljópst þá undan merkjum, sleit ríkisstjórninni og boðar var til kosninga vorið 2009.
Frá þeim tíma hefur verið pólitísk upplausn í landinu og óstjórnhæf ríkisstjórn verið við "völd".
Breytist þetta ástand með nýjum kosningum, getur það aldrei orðið annað en breyting til góðs.
![]() |
Loksins, loksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.4.2011 | 14:45
Hvað gera "villikettirnir"?
Bjarni Benediktsson, forðmaður Sjálfstæðisflokksins, boðar flutning vantrauststillögu á ríkisstjórnina og setur þar með mikla pressu á "órólegu deildina" innan VG, að ekki sé talað um þá þingmenn VG sem þegar hafa yfirgefið þingflokkinn.
Afar fróðlegt verður einnig að sjá hvernig Siv Friðleifsdóttir mun greiða tillögunni atkvæði, en hún hefur marg lýst áhuga sínum á að ganga inn í ríkisstjórnina, henni til styrktar. Guðmundur Steingrímsson, einkavinur varaformanns Samfylkingarinnar, hefur ekki verið harður í stjórnarandstöðunni og gaman verður að sjá hvort samúð hans vinarþel til Samfylkingarinnar leiði til hjásetu við þessa vantrauststillögu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um þrælalögin snerist ekkert um ríkisstjórnina sem slíka, en meðferð hennar á því máli er að sjálfsögðu algert hneyksli og eftir afgreiðslu þjóðarinnar á vinnubrögðunum í því máli, myndi hvaða önnur ríkisstjórn en þessi, segja af sér umsvifalaust. Burtséð frá Icesavemálinu ætti stjórnin að vera löngu farin frá, enda hefur ríkisstjórnin nánast eingöngu verið til stórskaða fyrir efnahag landsins, enda barist hart gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu og með gerðum sínum dýpkað kreppuna og lengt og með skattahækkanabrjálæði sínu sett bæði heimili og atvinnulíf í þumalskrúfu.
Vonandi verður vantrauststillagan samþykkt í þinginu, boðað verði til kosninga strax og ný ríkisstjórn mynduð af flokkum sem treysta sér og geta leyst úr þeim vandamálum sem að steðja í þjóðfélaginu.
![]() |
Tillaga um vantraust lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)