29.3.2011 | 21:35
Arfur R-listans
Borgarstjórnarmeirihlutinn boðar róttækar aðgerðir til björgunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem felast m.a. í eignasölu, risaláni frá eigendum, fækkun starfsmanna og að hætt verði við arðbærusta rekstur fyrirtækisins, þ.e. sölu á rafmagni til stóriðju. Afleit staða fyrirtækisins sést líklega best af því að enginn lánastofnun skuli treysta sér til að lána því til fjárfestinga vegna orkuöflunar til þess hluta rekstrarins, sem mestum arði skilar.
Þegar fyrirtæki eins og OR lendir í þvílíkum fjárhagsvanda og hér um ræðir, er líklega best að skera sjúklinginn upp strax og reyna að fjarlægja meinið í heilu lagi, þó það kosti lagnvarandi lasleika í langan tíma á eftir, en sé þó líklegt til að bjarga lífi hins sjúka. Svona aðgerðir eru líka þungbærar fyrir aðstandendur, sem í þessu tilfelli eru að stærstum hluta Reykvíkingar, en öðrum stendur ekki nær að sinna og kosta endurhæfinguna.
Ofan á annað í kreppunni mun þessi kostnaðarsama björgun OR koma illa niður á viðskiptavinum fyrirtækisins og þá að stærstum hluta Reykvíkingum, en hjá þeim er kreppan greinilega fyrst núna að bíta svo undan muni svíða og næstu ár munu verða mörgum erfið.
Jafnframt hefur verið samþykkt að setja á fót rannsóknarnefnd til að kanna rekstur OR nokkur ár aftur í tímann og ýmsar ákvarðanir um fjárfestingar, sem teknar voru í tíð R-listans og hafa leitt fyrirtækið í þær ógöngur sem það nú er í.
Loksins mun verða upplýst um þann tíma sem Alfeð Þorsteinsson stjórnaði OR eins og kóngur í ríki sínu og vegna oddaaðstöðu sinnar í borgarstjórn, hélt R-listanum í gíslingu vegna ýmissa mála sem hann vildi fá samþykkt í meirihlutanum.
Valdatími Ingibjargar Sólrúnar og Alfreðs Þorsteinssonar verður vonandi krufinn í eitt skipti fyrir öll og stjórnarhættir þeirra settir fram í dagsljósið.
![]() |
Starfsmönnum fækkað um 90 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2011 | 15:00
Hver er hissa á því að Steingrímur J. sé hissa?
Steingrímur J. er algerlega steinhissa á því að aðilar vinnumarkaðarins hafi reiknað með að eitthvað væri að marka yfirlýsingar sem frá ríkisstjórninni hafa komið á undanförnum mánuðum um aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum, til þess að hægt væri að ganga endanlega frá þeim, með vissu um þann grundvöll sem stjórnin ætlast til að atvinnulífið búi við á næstu árum.
Frá því í janúar s.l. hafa aðilar vinnumarkaðarins verið í viðræðum við Steingrím J. og félaga í ríkisstjórn um þær aðgerðir sem þarf að grípa til, til þess að koma einhverri hreyfingu á atvinnulífið, en allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á valdatíma hennar hafa snúist um að tefja og þvælast fyrir allri uppbyggingu í atvinnumálum og í raun haldið þeim málaflokki í gíslingu með alls kyns yfirlýsingum um þjóðnýtingu, uppsögn eða breytingu samninga sem í gildi hafa verið við erlenda fjárfesta, að ekki sé talað um hvernig sjávarútveginum hefur verið haldið í helgreipum síðustu tvö ár.
Steingrímur J. var mjög hissa á því að þjóðin skyldi ekki nánast springa af fagnaðarlátum þega hinn "glæsilegi" samningur Icesave I var dreginn með töngum út úr honum, jafn undrandi varð hann þegar þjóðin kolfelldi Icesave II í þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki minnkaði undrunin þegar ýmsir létu í ljós óánægju með Icesave III.
Steingrímur J. er steinhissa á því að hans eigin ríkisstjórn skuli hafa samþykkt árásir á Líbíu og enn meira undrandi á því að ríkisstjórnin skuli hafa veitt NATO umboð til að stjórna árásunum.
Sennilega er enginn maður jafn undrandi í landinu og Steingrímur J. Nema ef vera skyldu þeir sem eru steinhlessa á því, hvað Steingrímur J. er alltaf hissa á öllu.
![]() |
Hissa á Samtökum atvinnulífsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2011 | 09:41
Ríkisstjórnin að eyðilegga kjarasamningana
Undanfarna mánuði hefur verið reynt að draga út úr ríkisstjórninni fyrirheit um ákveðnar aðgerðir af hennar hálfu til að hægt verði að ljúka gerð kjarasamninga í landinu, en áratugahefð er fyrir aðkomu ríkisins að allri kjarasamningagerð. Ríkið hefur þannig lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði á vinnumarkaði, aðallega með aðgerðum í skattamálum og fyrirgreiðslu til uppbyggingar nýrra atvinnufyrirtækja.
Nú kemur hins vegar fram frá Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að samtökin séu búin að gefast upp á samræðum við ríkisstjórnina, enda hafi ekkert út úr þeim komið og ekki sé hægt að bíða lengur eftir einhverju úr þeirri átt, eða eins og eftir honum er haft í fréttinni: "Staðan er hins vegar sú að það er svo margt sem stendur út af, gagnvart ríkisstjórninni, svo mörg stór mál, að við sjáum okkur alls ekki fært að gera það."
Áður hefur ASÍ lýst svipuðum skoðunum og báðir aðilar vinnumarkaðarins benda á, að gagnvart þessari ríkisstjórn sé engu treystandi og eigi að taka mark á því sem frá stjórninni komi, verði það að vera komið í frumvarpsform fyrir Alþingi, áður en aðilar vinnumarkaðarins lokið samningsgerðinni svo öruggt verði að ríkisstjórnin standi við sitt.
Sem víti til varnaðar er bent á undirrituð loforð ríkisstjórnarinnar í Stöðugleikasáttmálanum frá árinu 2009, en ríkisstjórnin stóð ekki við eitt einasta loforð, sem hún undirritaði þá um aðgerðir til að koma atvinnumálunum á rekspöl, heldur þvert á móti hefur hún unnið dyggilega gegn sínum eigin orðum í því loforðaplaggi.
Þær eru ekki margar þjóðirnar á vestulöndum a.m.k. sem sitja uppi með ríkisstjórn, sem kyndir undir atvinnuleysi og örbirgð í landi sínu. Við slíkt verða þó Íslendingar að búa.
![]() |
SA gefast upp á ráðaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)