Ríkisstjórnin að eyðilegga kjarasamningana

Undanfarna mánuði hefur verið reynt að draga út úr ríkisstjórninni fyrirheit um ákveðnar aðgerðir af hennar hálfu til að hægt verði að ljúka gerð kjarasamninga í landinu, en áratugahefð er fyrir aðkomu ríkisins að allri kjarasamningagerð. Ríkið hefur þannig lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði á vinnumarkaði, aðallega með aðgerðum í skattamálum og fyrirgreiðslu til uppbyggingar nýrra atvinnufyrirtækja.

Nú kemur hins vegar fram frá Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að samtökin séu búin að gefast upp á samræðum við ríkisstjórnina, enda hafi ekkert út úr þeim komið og ekki sé hægt að bíða lengur eftir einhverju úr þeirri átt, eða eins og eftir honum er haft í fréttinni: "Staðan er hins vegar sú að það er svo margt sem stendur út af, gagnvart ríkisstjórninni, svo mörg stór mál, að við sjáum okkur alls ekki fært að gera það."

Áður hefur ASÍ lýst svipuðum skoðunum og báðir aðilar vinnumarkaðarins benda á, að gagnvart þessari ríkisstjórn sé engu treystandi og eigi að taka mark á því sem frá stjórninni komi, verði það að vera komið í frumvarpsform fyrir Alþingi, áður en aðilar vinnumarkaðarins lokið samningsgerðinni svo öruggt verði að ríkisstjórnin standi við sitt. 

Sem víti til varnaðar er bent á undirrituð loforð ríkisstjórnarinnar í Stöðugleikasáttmálanum frá árinu 2009, en ríkisstjórnin stóð ekki við eitt einasta loforð, sem hún undirritaði þá um aðgerðir til að koma atvinnumálunum á rekspöl, heldur þvert á móti hefur hún unnið dyggilega gegn sínum eigin orðum í því loforðaplaggi.

Þær eru ekki margar þjóðirnar á vestulöndum a.m.k. sem sitja uppi með ríkisstjórn, sem kyndir undir atvinnuleysi og örbirgð í landi sínu.  Við slíkt verða þó Íslendingar að búa. 


mbl.is SA gefast upp á ráðaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri þá að hjálpa þessari löngu dauðu rikisstjórn burtu úr Alþingishúsinu !!!

ransý (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 09:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú svo með þessa ríkisstjórn, að hún virðist ekki geta dáið. Telur sig meira að segja verða því heilbrigðari, sem fleiri snúa við henni baki.

Axel Jóhann Axelsson, 29.3.2011 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband