18.3.2011 | 18:07
Fáránlegar hugmyndir um rafmagsútflutning
Bretar eru farnir að seilast eftir raforku frá Íslandi, sem seld yrði til þeirra í gegn um 1.600 kílómetra rafstreng, sem lagður yrði milli landanna. Virðist áherslan aðallega vera lögð á rafmagn sem framleitt yrði með jarðhitaorku.
Reikna má með að áhugi á slíkum sæstreng aukist á næstunni vegna aukinnar eftirspurnar eftir mengunarlítilli raforku, sérstaklega þar sem trú og traust á kjarnorkuknúnum raforkuverum fer nú ört þverrandi í kjölfar þeirra slysa sem orðið hafa í slíkum verum og ekki síður vegna fyrirhugaðra lokana gamalla kjarnorkuvera í Evrópu.
Hér á landi hafa alls kyns afturhalds- og úrtöluseggir fundið því allt til foráttu að virkjað verði til atvinnuuppbyggingar í landinu og sjá ekkert svartara í hugskoti sínu en virkjanir og stóriðju. Sumt af þessu sama fólki sér hins vegar ekkert athugavert við að virkja og selja rafmagn til iðnaðar í öðrum löndum, sem þar með skapaði atvinnu fyrir fjölda manna annarra en Íslendinga.
Margar fáránlegar hugmyndir hafa litið dagsins ljós varðandi orkumálin, en að láta sér detta í hug að fara að selja rafmagn úr takmörkuðum orkuauðlindum landsins til notkunar erlendis, er sú allra vitlausasta sem litið hefur dagsljósið.
Allt rafmagn, sem framleitt er í landinu núna dugar ekki einu sinni til að sjá borg eins og Hamborg í Þýskalandi fyrir nauðsynlegri orku og öll raforkuframleiðla Íslands er á við 10% þess rafmagns sem framleitt er í kjarnorkuverum Evrópu, en slík ver framleiða þó aðeins lítinn hluta þess rafmagns sem notað er á meginlandinu.
Allar hugmyndir um raforkuframleiðslu á Íslandi til atvinnusköpunar í Bretlandi, eða annarsstaðar í Evrópu verður að kveða niður í fæðingu.
![]() |
Rafstrengur til Bretlands? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2011 | 15:51
Allt jákvætt án þrælasölu
Lansdvirkjun skilaði ágætum hagnaði á árinu 2010 og horfur á árinu 2011 er bjartar, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér.
Í skýrslunni koma m.a. fram þessar athyglisverðu upplýsingar, samkvæmt viðhangandi frétt: "Þar kemur fram að horfur á árinu 2011 séu góðar og helgist af hagstæðu vaxtaumhverfi og viðunandi álverði. Þá hafi fyrirtækið mætt miklum áhuga, nýrra jafnt sem eldri, viðskiptavina á kaupum á raforku."
Þessi stutta framangreinda setning afhjúpar tvenn ósannindi sem ríkistjórnin hefur klifað á að undanförnu. Í fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að ekki fengjust nein erlend lán til landsins nema Icesaveþrælalögin verði staðfest, en öll stórfyrirtæki landsins hafa afsannað þá kenningu undanfarna mánuði með tugmilljarða erlendri lántöku, bæði til endurfjármögnunar eldri lána og til nýrra verkefna. Þessi lán hafa fengist á góðum kjörum eins og fram kemur hjá landsvirkju, þ.e. vaxtaumhverfið er hagstætt um þessar mundir.
Í öðru lagi hefur því verið haldið fram að erlendir fjárfestar hefðu ekki áhuga á fjárfestingum hérlendis vegna óvissunnar um þrælasöluna, en Landsvirkjun staðfestir í tilkynningu sinni að mikill áhugi erlendra fjárfesta sé fyrir hendi, bæði nýrra jafnt sem eldri viðskiptavina fyrirtækisins.
Það eru því hrein ósannindi að íslendingar þurfi að selja sig í skattaþrældóm til útlendinga til þess að greiða fyrir uppbyggingu atvinnulífs í landinu.
Það eina sem vantar er almennileg ríkisstjórn sem hægt er að treysta. Ríkisstjórn sem leggur áherslu á að koma atvinnuuppbyggingunni í gang, en berst ekki gegn henni með kjafti og klóm.
![]() |
Dregur úr hagnaði en tekjur aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)