17.3.2011 | 20:09
Hroki hjá Samtökum verslunar og þjónustu
Þegar samtök atvinnurekenda og reyndar önnur samtök halda þing sín er venjan að formaður viðkomandi samtaka ræði þau málefni sem að hans félagsskap snýr og ræðir jafnvel þjóðmálin í víðu samhengi og sendir skilaboð til ríkisstjórnar hvers tíma um þau atriði sem betur mættu fara frá sjónarhóli þeirra samtaka sem þinga í það og það skiptið.
Samkvæmt viðhangandi frétt virðist Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, ekki hafa haft margt að segja um hagsmunamál sinna eigin samtaka, heldur hafa varið ræðu sinni á fundi samtakanna aðallega til að úthúða bændum og þeirra afstöðu til sinnar eigin atvinnugreinar og ekki sparað til þess stóru orðin.
Að því loknu virðist hún hafa talið sig hafa vald til að endurskipuleggja stjórnmálaflokkana í landinu, ásamt því að skipa nýja ríkisstjórn, en m.a. kemur þetta fram í fréttinni: "Hún sagði einnig að breyta þurfi um í ríkisstjórnni og ríkisstjórnarflokkarnir þurfi að stokka upp í forystusveitinni. Hún sagðist sjá þá kosti helsta, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn eða að Sjálfstæðisflokkur gangi til liðs við núverandi stjórnarflokka.Þá sagði hún, að forgangsverkefni þjóðarinnar nú sé að tryggja að þjóðin segi já í atkvæðagreiðslu um Icesave 9. apríl."
Ekki er fullljóst hvort formannsembættið í Samtökum verslunar og þjónustu hefur stigið Margréti svo til höfuðs að hún telji sig þess umkomna að stjórna öllu landinu og miðunum með, eða hvort þetta sé bara hroki og yfirgangssemi, ásamt afskiptasemi af því sem kemur hennar samtökum ekkert við.
![]() |
Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.3.2011 | 12:46
Sá Norræni með ógnanir
Norræna fjárfestingabankanum hefur verið beitt miskunnarlaust til að kúga Íslendinga til að taka á sig skattaáþján fyrir Breta og Hollendinga vegna krafna sem aldrei hafa komið íslenskum skattgreiðendum við, enda skuldir glæpsamlega rekins einkabanka sem fór á hausinn án nokkurrar aðkomu almennings.
Í tvö ár hefur sá Norræni neitað að afgreiða lánsloforð til Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar fyrr en búið yrði að ganga frá þrælasamningnum, sem skattgreiðendum ber alls ekki að borga og ekki verður hægt að borga, nema skera niður heilbrigðis-, mennta-, og velferðarkerfið tvöfalt meira en annars hefði þurft vegna kreppunnar. Þar með yrði samþykkt þrælasölunnar til þess að lengja og dýpka kreppuna í mörg ár, jafnvel um áratugi.
Núna sendir Norræni fjárfestingabankinn frá sér tilkynningu um samþykkt á láni fyrir 1/3 af áætluðum byggingarkostnaði Búðarhálsvirkjunar með því að gefa til kynna að lánið verði ekki afgreitt nema skattgreiðendur á Íslandi samþykki sína eigin þrælavist í þágu erlendra kúgara. Algerlega er óþolandi að ríkisstjórnir norðurlandanna, sem auðvitað ráða bankanum, skuli nota aðstöðu sína svona pukrunarlaust á pólitískan hátt til að reyna að hræða og kúga eina af aðildarþjóðum bankans.
Fyrst sá norræni er ennþá við sama heygarðshornið varðandi lánveitinguna, hefði hann átt að hafa rænu á að þegja og leyfa Íslendingum að kljást áfram við sína eigin framtíð í friði fyrir illa dulbúnum hótunum um efnahagsþvinganir.
![]() |
Landsvirkjun fær lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)