Brandararnir duga Jóni Gnarr ekki lengur

Jón Gnarr náði að gabba þriðja hvern kjósanda í Reykjavík til þess að kjósa Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum með fíflagangi, bröndurum og kæruleysislegri framkomu og með því að tala niður stjórnmálin í borginni og gera lítið úr embætti borgarstjóra, sem hann sagðist myndu eiga létt með að gegna, enda væri þetta bara þægileg innivinna og embættismenn sæu hvort sem er um allt sem gera þyrfti.

Nú hefur Jón Gnarr gengið með borgarstjóraembættið venjulegan meðgöngutíma, þ.e. níu mánuði, og nú er alvara lífsins að taka við og brandarnir duga ekki lengur, nú þarf að taka alvöru ákvarðanir um málefni borgarinnar og íbúanna og þegar á reynir sýnir sig að hugsandi fólk hafði hárrétt fyrir sér með viðvörunarorðum sínum um vanhæfni frambjóðenda Besta flokksins til að stjórna borginni og taka skynsamlegar ákvaranir í erfiðum málum.

Ekki bætir samstarfsflokkurinn úr skák, en það var sá flokkur sem mesta rassskellinguna fékk frá borgarbúum í kosningunum, enda hafði Samfylkingin löngu sýnt og sannað að ekki var meira í hana spunnið en reyndist svo vera með Besta flokkinn.

Á fundunum í dag um skólamálin, mættu nokkur hundruð foreldrar skólabarna í Grafarvogi og Breiðholti og hreinlega hrópuðu niður tillögur borgarfulltrúa meirihlutans um "sparnað" og "hagræðingu" í rekstri skólanna í hverfunum og kröfðust vitrænna tillagna um málaflokkinn, sem reyndar verður að teljast nokkuð bjartsýn krafa.

Reikna má með að a.m.k. þriðji hver fundarmaður hafi kosið Jón Gnarr og Besta flokkinn út á grínið og brandarana, en sá hópur er greinilega steinhættur að hlæja.


mbl.is Ósátt við forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska leiðin gæfulegri en sú evrópska

Í afar óvönduðu viðtali RÚV við Alaistair Darling, fyrrv. fjármálaráðherra Breta, gerðu spyrjandinn og Darling engan greinarmun á einkabönkunum sem voru að fara á hausinn og ríkissjóði Íslands, sem alls ekki var á neinu hengiflugi, þó Darling og sérstaklega Gordon Brown lýstu því yfir í sjónvarpi, við setningu hryðjuverkalaganna á Íslenska efnahagskerfið, að Ísland sem ríki væri orðið gjaldþrota.

Þvælan sem vall upp úr Darling gekk nánast öll út á það að hann og breska ríkisstjórnin hefðu verið tilbúin til að taka þátt í því, ásamt AGS, að bjarga íslenska bankakerfinu og þá væntanlega með lánum til Seðlabanka Íslands, sem hefði svo aftur ausið þeim peningum inn í bankakerfið sem neyðarlánum, enda banki bankanna hér á landi eins og seðlabankar annars staðar.

Hefði þessi "vinsamlega" aðstoð Darlings, Brown og AGS verið þegin á þeim tíma, væri ríkissjóður Íslands skuldugur núna svo næmi tuttuguföldum árlegum þjóðartekjum og þar með auðvitað algerlega gjaldþrota og í ennþá verri málum en Írland er í núna og hefði misst sjálfstæði sitt til erlendra aðila.

Sem betur fer tóku íslenskir ráðamenn ekki þessu "góða" boði Darlings og félaga, heldur völdu það sem nú er kallað í fjármálaheiminum "íslenska leiðin" og allir eru sammála um að mun reynast mun farsælli en "írska leiðin", sem raunar ætti að réttu að vera kölluð "evrópska leiðin".

Það kemur æ betur í ljós að viðbrögð íslenskra ráðamanna við bankahruninu voru rétt og heillavænleg fyrir þjóðina og Ísland væri í hrikalegri stöðu hefði evrópska leiðin verið valin.

Það er mikið þakkarefni fyrir Íslendinga að hafa haft skynsama menn í brúnni þegar bankahrunið varð. Nú naga aðrir sig í handbökin fyrir að hafa ekki valið íslensku leiðina.


mbl.is Erfiðara fyrir Íra en Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband