Tvímælalaust leiðinlegasti sjónvarpsþátturinn

Stöð 2 sýndi í kvöld þriðja þáttinn af "Tvímælalaust", samtalsþætti Tvíhöfðafélaganna Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr og ekki upplýstist nú, fekar en í fyrri skiptin tvö, hver tilgangur þáttarins er eða fyrir hverja hann er hugsaður.

Í augnablikinu kemur ekki neinn sjónvarpsþáttur upp í hugann sem slær þessum út í leiðindum, enda virðist öll áhersla vera á að reyna að sýna hve fyndinn og sniðugur Jón Gnarr er, en þar sem ekki er stuðst við nákvæmlega fyrirfram skrifað handrit, tekst honum afar illa upp, en segja má að Sigurjón sé þó skömminni skárri, ef einhver mismunur er.

Mörgum þótti þátturinn "Hringekjan" sem sýndur var á RÚV fyrir áramót vera lélegur, en í samanburði við "Tvímælalaust" ber "Hringekjan" þó af eins og gull af eiri.

Vonandi verður ekki langt framhald á sýningum þessa ömurlega þáttar.


Frábær andstaða við innlimun Íslands í ESB

Þau frábæru tíðindi berast nú frá Bretlandi að Tom Greatrex, þingmaður breska Verkamannaflokksins hafi nú tekið upp baráttu gegn viðræðum ESB við Íslendinga um innlimun þeirra í væntanlegt stórríki Evrópu.

Þetta er afar vel þeginn stuðningur í baráttunni gegn því að gera Ísland að áhrifalausum afdalahreppi í stórríkinu væntanlega og kemur þessi nýjasti bandamaður Íslendinga úr nokkuð óvæntri átt, þar sem hann er búsettur í einu af áfrifalénum hins væntanlega alríkis Evrópu.

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram um þennan frábæra stuðning við baráttu sannra Íslendinga gegn hugsanlegri innlimun: ""ESB verður að setja þetta mál í forgang,“ sagði Greatrex og taldi að eina leiðin til að fá Íslendinga til að taka mark á mótmælum við makrílveiðum sé að ESB stöðvi aðildarviðræðurnar. Hann sagði að það yrði beinlínis rangt að veita Íslandi aðgang að ESB á sama tíma og það hafi vísvitandi hunsað reglugerðir sambandsins um makrílkvóta og skaðað hagsmuni núverandi aðildarríkja."

Allur stuðningur erlendra áhrifamanna og annarra í baráttunni gegn innlimun landsins í þetta væntanlega stórríki er afar vel þegin og vonandi bætast sem flestir í þann hóp.  


mbl.is Krefst frestunar aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmenn, samviskan og kjósendur

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir í grein á vefsíðu Evrópuvaktarinnar að það séu stórkostleg pólitísk mistök af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fjárlaganefnd Alþingis að hafa samþykkt stuðning við Icesave III, með fulltingi formanns og varaformanns flokksins og vafalaust meirihluta þingflokksins.  Styrmir er þar með orðinn einn geysimargra Sjálfstæðismanna sem mótmælt hafa þessari afgreiðslu þingmannanna.

Styrmir segir m.a:  "Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem vilja styðja hið nýja Icesave-samkomulag eru að sjálfsögðu frjálsir af því. Þeir geta fylgt sannfæringu sinni eftir með því að berjast fyrir því í þjóðaratkvæðagreiðslu að það verði samþykkt. Svo eiga þeir það við flokkssystkini sín og stuðningsmenn, hvort þeir fá áframhaldandi traust til þess að sitja á Alþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en það er annað mál."

Hægt er að taka undir hvert orð í þessari málsgrein og þá skoðun að málinu hafi verið vísað til þjóðarinnar til afgreiðslu og það eigi að vera hún, sem segi um það síðasta orðið.  Verði samningurinn samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu er auðvitað ekkert hægt að agnúast út í það, heldur takast á við skattaþrældóminn sem því myndi fylgja, en hafni þjóðin samningnum aftur í slíkri atkvæðagreiðslu, verður að vera hægt að ætlast til að það verði lokaafgreiðsla og ekki verði reynt að þröngva neinum samningi í þessa veru upp á skattgreiðendur í fjórða sinn.

Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum er ekki rétta svarið að sinni til að mótmæla gerðum þingmanna flokksins, heldur bíða og sjá til hver endanleg niðurstaða málsins verður.  Eins og Styrmir bendir á þá verða þeir þingmenn, sem greiða atkvæði með tillögunni að sjá til hvort þeir fá áframhaldandi traust til þess að sitja á Alþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Styrmir bendir líka á, að þingmennirnir gætu hugsanlega bjargað þingsætum sínum með því að leggja sjálfir fram tillögu um að vísa málinu í þjóðaratkvæagreiðslu. 

Það væri betra fyrir þá og kjósendur þeirra, en að treysta á þann umdeilda forseta, Ólaf Ragnar Grímsson.

 


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband